Hljóðabunga - 01.11.1978, Page 9

Hljóðabunga - 01.11.1978, Page 9
kaupstað“ og svona heldur hann áfram um hríð. Næsti ræðumaður er Sigfús og segir: ,,Mér datt nú í hug áðan þegar héraðslækn- irinn var að tala. Tvíbein sat á þríbeini og hélt á einbeini, þá kom fjórbein og tók af tvíbeini hans einbein þáreiddist tvíbein, tók þríbein og lagði fjórbein svo að fjórbein hlaut að missa einbein. Hann gerði bara blaður út úr því sem Vilmundur hafði verið að segja. Já, já. Fólkið hló. Hann kom með þessa gömlu þulu í hvelli karlinn. Svo var það eitt sinn á hörðum bæjarstjórn- arfundi. Þá var Guðmundur Hagalín þar og Jóhann nokkur sem kallaður var Jóhann sko, besti karl, íhaldsmaður og heiðursmaður í öllu. Hagalín var að ljúga eins og gerist og gengur. Það var ekki helmingurinn satt og Jóhann verður alveg úttútinn og er að reyna að komast til að leiðrétta og segir: , Já en sko, heyrðu sko, já en sko“ Þá gellur hinn við: ,Já, það er nú ekki nóg að segja sko þegar ekkert er til að benda á.“ Hagalín gerði þetta af mikilli snilld og það var ekki hægt að heyra í tóninum að það væri sko sem hann væri að hugsa um. Ég heyrði engan tala um þetta eftir fundinn en ég tók eftir þessu hvað hann hafði gert það vel. VILMUNDUR JQNSSON Á opinberum fundum þegar kapp var í öllu saman var Vilmundur Jónsson hinn snjalli ræðumaður, bæði fljótur og skarpskyggn. Það vantaði ekki gáfur og ég álít hann alltaf hafa verið mannkostamann. Ég þekkti hann vel. Ég hafði lært hjálp í viðlögum, mannbyggingu og því um líkt meðan ég var í Englandi og hjálpaði honum meðan hann var á ísafirði, svæfði bæði fyrir hann og þegar Englendingar komu á spítalann hjálpaði það til að ég kunni ensku og gat þá oft róað þá. Vilmundur var skurðlæknir góður. Hann kom upp spítala hér í byrjun og hann réði niðurlögum á allri taugaveiki og hann skar upp þá sem voru búnir að ganga með kviðslit og ýmislegt hér og jafnvel fá sullaveiki. Hann reyndist alltaf því betur eftir því sem ástæður voru verri hjá fólki. Það kalla ég mannkosti. Hann var líka driffjöðurinn og bakhjallurinn í öllu sem kratar gerðu vel hér á ísafirði. Hinn áræðni maður bak við tjöldin. Þess vegna get ég líka frekar fyrirgefið honum ýmislegt. En ég sé líka að hann hefur misst trúna á samherja sína því að hann hætti að gefa kost á sér að fara á þing. HLJÓÐABUNGA 9

x

Hljóðabunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.