Hljóðabunga

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Hljóðabunga - 01.11.1978, Qupperneq 9

Hljóðabunga - 01.11.1978, Qupperneq 9
kaupstað“ og svona heldur hann áfram um hríð. Næsti ræðumaður er Sigfús og segir: ,,Mér datt nú í hug áðan þegar héraðslækn- irinn var að tala. Tvíbein sat á þríbeini og hélt á einbeini, þá kom fjórbein og tók af tvíbeini hans einbein þáreiddist tvíbein, tók þríbein og lagði fjórbein svo að fjórbein hlaut að missa einbein. Hann gerði bara blaður út úr því sem Vilmundur hafði verið að segja. Já, já. Fólkið hló. Hann kom með þessa gömlu þulu í hvelli karlinn. Svo var það eitt sinn á hörðum bæjarstjórn- arfundi. Þá var Guðmundur Hagalín þar og Jóhann nokkur sem kallaður var Jóhann sko, besti karl, íhaldsmaður og heiðursmaður í öllu. Hagalín var að ljúga eins og gerist og gengur. Það var ekki helmingurinn satt og Jóhann verður alveg úttútinn og er að reyna að komast til að leiðrétta og segir: , Já en sko, heyrðu sko, já en sko“ Þá gellur hinn við: ,Já, það er nú ekki nóg að segja sko þegar ekkert er til að benda á.“ Hagalín gerði þetta af mikilli snilld og það var ekki hægt að heyra í tóninum að það væri sko sem hann væri að hugsa um. Ég heyrði engan tala um þetta eftir fundinn en ég tók eftir þessu hvað hann hafði gert það vel. VILMUNDUR JQNSSON Á opinberum fundum þegar kapp var í öllu saman var Vilmundur Jónsson hinn snjalli ræðumaður, bæði fljótur og skarpskyggn. Það vantaði ekki gáfur og ég álít hann alltaf hafa verið mannkostamann. Ég þekkti hann vel. Ég hafði lært hjálp í viðlögum, mannbyggingu og því um líkt meðan ég var í Englandi og hjálpaði honum meðan hann var á ísafirði, svæfði bæði fyrir hann og þegar Englendingar komu á spítalann hjálpaði það til að ég kunni ensku og gat þá oft róað þá. Vilmundur var skurðlæknir góður. Hann kom upp spítala hér í byrjun og hann réði niðurlögum á allri taugaveiki og hann skar upp þá sem voru búnir að ganga með kviðslit og ýmislegt hér og jafnvel fá sullaveiki. Hann reyndist alltaf því betur eftir því sem ástæður voru verri hjá fólki. Það kalla ég mannkosti. Hann var líka driffjöðurinn og bakhjallurinn í öllu sem kratar gerðu vel hér á ísafirði. Hinn áræðni maður bak við tjöldin. Þess vegna get ég líka frekar fyrirgefið honum ýmislegt. En ég sé líka að hann hefur misst trúna á samherja sína því að hann hætti að gefa kost á sér að fara á þing. HLJÓÐABUNGA 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Hljóðabunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.