Hljóðabunga - 01.11.1978, Síða 10

Hljóðabunga - 01.11.1978, Síða 10
Einar Eyþórsson: Þegar frelsið verður ánauð Um innflutningsfrelsi og áhrif þess á verðbólgu, skuldasöfnun og fleira. „Á árinu 1960 var mörkuð sú stefna að gefa utanríkisverslunina frjálsari og afnema innflutn- ingshöft. Stærstur hluti innflutningsins er nú orðinn frjáls til mikilla hagsbóta fyrir þjóðar- heildina. Enn er þó nokkur hluti innflutnings háður leyfum, jafnvel þrátt fyrir gagnstæðar skuldbindingar í samningum okkar við aðrar þjóðir. Verslunarráð telur að efnahagslegur á- vinningur af frjálsum utanríkisviðskiptum sé ó- umdeilanlegur og hvetur stjórnvöld því til að halda áfram á markaðri braut og gefa innflutning frjálsan á þeim vörum sem enn eru háðar inn- flutningsleyfum." (Ályktun frá Verslunarráði íslands, Mbl. 4.2.1978). Alyktunin hér á undan er nokkuð dæmigerð fyrir þann „almennt viðurkennda sannleika“ að frjáls innflutningur sé þjóðinni til hags- bóta. Menn virðast einfaldlega slá því föstu að svo sé, án þess að rökstuðnings sé þörf. Undir- ritaður telur þetta mál þó umdeilanlegra en Verslunarráð vill vera láta, - og mun ég reyna að skýra ástæðuna hér á eftir. Um hagfræði Ef við í fljótheitum lítum á þá hagfræði- kenningu sem notuð er til stuðnings frjálsum innflutningi, gengur hún út á það að því frjálsari sem heimsviðskiptin séu, þess meiri verði hagnaðurinn fyrir alla aðila. Kenningin sér heiminn sem samansafn fyrirtækja sem keppa á frjálsum markaði þar sem hver og einn reynir að bjóða lægra verð en keppinaut- urinn. Þannig verði sá sem framleiðir með minnstum tilkostnaði ofaná í samkeppninni og neytendur fái þá um leið vöruna á lægsta verði. Allar viðskiptahömlur og tollar milli landa séu þessvegna neytendum í óhag. Þetta lítur ákaflega vel út á pappírnum - og gildir raunar í sumum tilfellum. Kenning þessi varð til á bernskuskeiði iðn- aðarins í Evrópu, áður en auðhringar með nútímasniði komu til sögunnar. Því er eðlilegt að spyrja: er hún nothæf í dag? Hinn heimsfrægi bandaríski hagfræðipró- fessor John Kenneth Galbraith hélt gestafyrir- lestur í Óslóarháskóla í feb. s.l. og ræddi þá þessa spurningu: „Aöalatriðið í fyrirlestri Galbraiths var að hag- fræðiþekking einnar kynslóðar væri ónothæf fyrir þá næstu. Meirihluti hagfræðinga í hinum vestræna heimi notar Ifkan þar sem kerfið er John Kenneth Galbraith: Meirihluti vestrænna hagfræð- inga gerir sér ranga hugmynd um ástand efnahagsmála i dag. 10 HLJÓÐABUNGA

x

Hljóðabunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.