Hljóðabunga - 01.11.1978, Qupperneq 12
— Síendurteknar gengisfellingar með filheyrandi
óðaverðbólgu.
— Erfiðleikar iðnaðar sem framleiðir fyrir heima-
markað.
— Mikil áhersla á sjávarútveginn sem kemur fram í
rányrkju á fiskimiðunum.
— Miklar lántökur erlendis.
— Aukin áhersla á erlenda stóriðju.
Þar sem samhengi þessara atriða og þáttur
auðhringaveldis og innflutningsfrelsis í þeim
er e.t.v. ekki ljós í einni svipan mun ég reyna
að skýra það nokkru nánar hér á eftir.
Greiðslujöfnuður
Greiðslujöfnuður er í stórum dráttum jöfn-
uður milli verðmætis innflutnings og útflutn-
ings, eða milli gjaldeyrisstreymis út úr og inn í
landið. Sé innflutningur á ákveðnu tímabili
meiri en svo að hægt sé að borga fyrir hann
með útflutningstekjum sama tímabils, mynd-
ast s.k. greiðsluhalli. Áhrifamesta tækið sem
ríkisstjórnir ráða yfir til að rétta af slíkan halla
er að takmarka innflutning eða gjaldeyrissölu,
og efla jafnframt innlendan iðnað þannig að
þörfin fyrir innflutta vöru minnki. Annað
áhrifamikið tæki, sem beitt er í sama tilgangi,
eru tollar, sem gera innflutta vöru dýrari og
þar með minna eftirsótta.
Hafi ríkisstjórn aftur afsalað sér þessum
stjórntækjum eins og tilfellið er á íslandi eftir
samningana við EFTA og EBE, verður að
beita öðrum aðgerðum gegn greiðsluhallan-
um. Samkvæmt kenningunni um hagkvæmi
frjálsrar verslunar, á að mæta auknum inn-
flutningi, sem óhjákvæmilega er afleiðing inn-
flutningsfrelsis, með auknum útflutningi á
þeim vörum sem hægt er að framleiða á
hagkvæmastan hátt í landinu. íslendingar
hafa lengst af bara framleitt eina slíka vöru,
nefnilega fisk. Því hefur nú fiskiskipaflotinn
verið efldur stórkostlega og landhelgin færð
út. Fiskútflutningur hefur þó ekki vaxið
eins og til var ætlast, og er langt frá því að afli
hafi aukist í hlutfalli við eflingu togaraflotans.
Og ástæðan er einföld: Það er ekki nógur
fiskur í sjónum. —Eru nú góð ráð dýr. Nýr
útflutningsiðnaður verður ekki hristur fram úr
erminni, og spurning hverjar þær auðlindir sé
að finna á íslandi sem gefi tækifæri til stór-
felldrar gjaldeyrisöflunar. Þar koma mönnum
íslendingar borga útflutningsbætur með álinu.
fyrst í hug vatnsföll landsins, og orkan sem í
þeim býr. Þessa orku er hægt að nýta fyrir
svonefndan orkufrekan iðnað.
Stóriðja
Raunar var farið að huga að slíkum iðnaði
strax uppúr 1960. Álverið í Straumsvík hóf
starfsemi sína 1969, og sama ár gerðist ísland
aðili að EFTA, ekki síst til að auðvelda
álútflutning til Evrópu. Álverið er í eigu
erlends auðhrings, Alusuisse, og kemur það til
af því í þessari iðngrein ríkir einokun. Fáeinir
auðhringar sitja yfir hráefnalindum, fram-
leiðslutækni og markaði, svo ekki er árennilegt
að leggja þar út í „frjálsa samkeppni“.
Reynslan af álverinu sýnir nokkuð vel að
orkufrek stóriðja er ekki sá bjargvættur sem
ýmsum hefur orðið á að trúa. Þótt sleppt sé að
minnast á mengun, félagsleg áhrif og heilsufar
verkamanna, er ljóst að gjaldeyristekjurnar
eru dýru verði keyptar. Álverið fær raforku á
verði sem liggur langt undir kostnaðarverði,
og er undanþegið venjulegum sköttum og
tollum. (Greiðir s.k. lágmarksskatt, sem er föst
upphæð, — 250 milljónir 1975.) Þannig greiða
íslendingar í reynd útflutningsbætur með á-
linu. Það er lítil ástæða til að ætla að annað
verði uppi á teningnum með stóriðju í fram-
tíðinni, einfaldlega vegna þess að auðhring-
arnir hafa ekki áhuga á að byggja verksmiðjur
sínar á íslandi nema orkuverðið sé svo lágt að
12
HLJÓOABUNGA