Hljóðabunga - 01.11.1978, Qupperneq 17
Gestur
Vestfirðingur
1847-1855
Fyrsta tímarit á Vestfjörðum
Þegar er vér liyggjum aft háttuin og venju aim-
ara Jijóða, sjáum vtr, aft livervetna þar sein meiit-
unar og framfara amli er tekinn aft lifna og glæð-
ast, finna menn {iðrf á, að hlöð og timarit risi upp
til að flytja út í {ijóðlífið viðbuiði tiinanna, liugs-
anir manna, orð þeirra og athafnir; ekki er lield-
ur við {iví að dyljast, að {íetta cr hið mesta fram-
fara og fullkomnunar efni; því eins og áin liefir
vöxt sinn og vatnsmegn úr uppsprettum þeim og
lækjuin, er að henni liggja, eins fær þjóðfélagið
ekki fjör eða franitaksmagn, fyrr en í það streymir
all og aðstoð á ymsan hátt frá sem flesluin felög-
um þess og flokkum. Nú þareð timaritin eru til
þess ætluð að flytja á milli þjóðfelaganna, það er
tíðindavert þykir eður þjóðinni liorfir á einhvern
liátt til fróðleiks, mentuiiar og framfara, þá er auð-
sætt, að þess meiri þörf er á tímaritum í hverju
landi, sem það er strjálbygðara og þjóðfundir eru
þar færri, eigi nokkurr felags og framtaksandi að
geta lifnað og viðhaldizt, svo ekki fari einföruni
i sína áttina hverr, og „bauki“ ser, eða lirjóti það
niður, er liinn byggir.
Þannig eru upphafsorð fyrsta almenna
tímaritsins á Vestfjörðum, Gests Vestfirðings,
sem út kom árin 1847 - 1855. Arsrit þetta varð
til á ákaflega merkilegri þjóðarvakningu og
framfarahreyfingu við Breiðafjörð og á Vest-
fjörðum uppúr 1830, sem nær hámarki í
þjóðréttindabaráttu Jóns Sigurðssonar. Sú
barátta varð til þess meðal annars að danir
létu verslunina frjálsa og tímabil framfara og
mikillar endurreisnar átti sér stað um land
allt. —Við skulum kynna okkur örlítið að-
dragandann að tilurð þessa timarits og efni
þess, sem á margan hátt er ekki aðeins fróð-
legt, þannig að það varpi ljósi á liðna tíma,
heldur beinlínis skemmtilegt og uppörfandi.
Um og fyrir aldamótin 1800 var bókakostur
alþýðufólks fjarska lítill, ef frá eru skildar
örfáar guðsorðabækur, sem til voru á flestum
heimilum. Árið 1790 stofnuðu nokkrir prestar
og aðrir embættismenn, undir forystu Magn-
úsar Stephensen, fyrsta lestrarfélagið: ,,Hið
íslenzka Suðurlands bókasöfnunar og lestrarfé-
lag“. Þetta fordæmi hafði þau áhrif að stofnuð
voru lestrarfélög norðanlands, en einnig í
Djúpavogi og í Barðastrandarsýslu. Var hið
síðastnefnda kallað „Barðastrandarsýslulestrar-
félag“ eða „Lestrarfélag þarflegra danskra
bóka“. Heiti þess bendir til að það hafi varla
verið ætlað almenningi. Þetta félag starfaði í
sex ár, en lagðist þá niður. Það var endurreist
árið 1817 og þar kemur við sögu sá maður,
sem mest áhrif átti eftir að hafa á upplýsingu
og menntun almennings við Breiðafjörð og á
Vestfjörðum um miðbik síðustu aldar: Ólafur
Sívertsen, prófastur í Flatey.
Ólafur og kona hans, Jóhanna Friðricka,
komu á fót menningarfélagi í Flatey árið 1820,
er nefnt var Framfarastofnunin. Tilgangur þess
var ,,að efla upplýsingu, siðgæði og dugnað í
Flateyjarhreppj’eins og segir í stofnbréfi þeirra
hjóna, einkum með því að lána bækur, sum-
part danskar, og einnig með því að veita
verðlaun eða præmíu til þeirra, sem álitið var
að skarað hefðu fram úr innan sóknarinnar í
nytsamlegri þekkingu, siðgæði og dugnaði.
Auk þeirra hjóna gáfu ýmsir embættismenn,
kaupmenn og gildari bændur Framfarastofn-
uninni bækur og nokkra peninga. Árið 1858
átti bókasafn þess 1102 bækur, þar af voru 351
á íslensku, 644 á dönsku, 85 á þýsku og 22 á-
latínu. Brynjólfur Benedictsen, kaupmaður og
fræðaunnandi í Flatey, lét árið 1864 reisa fyrir
eigið fé fyrstu bókhlöðu á íslandi undir bóka-
safn Framfarastofnunarinnar. Um þessar
mundir var einnig í Flatey safn bóka, er
danskur háskólakennari, Jens Möller að nafni,
hafði gefið klerkum á íslandi. Það var um 250
bindi og nefnt hið Mölleríska bókasafn. Var
þá hvergi á íslandi jafn mikill bókakostur á
HLJÓÐABUNGA
17