Hljóðabunga - 01.11.1978, Page 18
þessum tíma og í Flatey, þegar frá er talin
Reykjavík.
Áhrifanna af starfsemi Framfarastofnunarinn-
ar gætti meðal annars í því, að í Barðastrandar-
sýslu var stofnað fyrsta lestrafélag alþýðu í
íslandi: Lestrarfélag Guðdæla, árið 1843. Því
næst spruttu upp lestrarfélög í Múlasveit,
Sauðlauksdals- og Rauðasandssóknum, í Ön-
undarfirði, í Dalasýslu og á Snæfellsnesi.
Strandamenn stofnuðu Lestrarfélag Trölla-
tungu- og Fellssafnaða og um tíma áttu félags-
menn þess kost á fjölmörgum blöðum og
tímaritum: Nýjum félagsritum, Reykjavíkur-
pósti, Skírni, Norðurfara, GESTI VEST-
FIRÐINGI, Þjóðólfi, Lanztíðindum, Norðra,
Ingólfi, Alþingistíðindum, svo og Fjölni.
Ólafur prófastur Sívertsen og vinir hans,
sem stóðu saman að Framfarastofnuninni, létu
ekki staðar numið við þann félagsskap einan.
Árið 1840 stofnuðu þeir hið svonefnda Bréflega
félag. Tildrögin voru þau, að þeim þótti fráleitt
að ekkert tímarit væri gefið út í landinu, en
Sunnanpósturinn hafði lagt upp laupana
tveim árum áður og aðeins tvö tímarit
bárust þá landsmönnum, bæði úgefin af Is-
lendingum í Kaupmannahöfn: Skírnir og
Fjölnir. (Ný félagsrit, undir forystu Jóns Sig-
urðssonar, bættust í hópinn ári seinna). Bréf-
lega félagið var því hugsað sem eins konar
grein af Framfarastofnuninni og átti að vinna
að því að fá menn til að skrifa um þjóðfélags-
mál og sjá um að það kæmist fyrir almennings
sjónir.
í iögum félagsins, sem hét fullu nafni „Flat-
eyjar framfara stofnlega bréflega félag“, segir um
markmið þess, að það sé „að vekja fjör og
anda, umhugsun og útbreiðslu nytsamra hug-
leiðinga um landsins gagn og nauðsynjar,
leitast við að gagna og gleðja, og bæta með því
úr skorti þarflegra tímarita, en gefa þeim
mönnum, sem þar til hafa færi og löngun, kost
á að opinbera sem felstum, án nokkurs sérlegs
tilkostnaðar, gagnsamlegar meiningar sínar,
enda þótt þeir fái þeim ekki á prent komið.“
Félagsmenn áttu að greiða ákveðinn inn-
gangseyri og árgjald, en skuldbundu sig einnig
til að senda árlega ritgerð. Svonefndir „lestrar-
limir“ gátu ennfremur fengið lánaðar ritgerðir
félagsins, fyrir nokkra skildinga, en nutu eigi
annarra réttinda. Meðlimir Bréflega félagsins
urðu flestir 33, þar af voru 19 bændur, og
ÁRSRITIÐ
GESTUR VESTFIRÐÍNGUR
CEFIÐ ÚT
AF
FLATEYAR FRAMFARA STOFNFÉLAGS
RRÉFLEGA FÉLAGL
(&> F y r s t a á r»
ji,
V‘ @42+48+-«+
forstoÐunkfríd:
ÓIjAFItR SÍVERTSEIV, I{IIYNJÚLFITR BENEDICTSEN,
EIRÍKUR KÚLD, CUÐMUADUR EINARSSOA.
flut' |)u iiú, Cestur, gaungu þiuu
iifn fósturfold, ojn fréttir tjáftu;
fróóleiks og mcnta frömudiir vertu,
kurteys meö einurö kynn hift sanna.
R E Y K .1 A V í K
l’rentaA í preritsniiftjii lamlsiiii af Helga Hel^asyni.
1847.
Titilblað Gests Vestfirðings.
ritgerðirnar sem birtust fram undir 1851 urðu
80 talsins.
Félagsmönnum Bréflega félagsins, einkum
þeim Ólafi Sívertsen og Brynjólfi Benedict-
sen, varð brátt ljós nauðsyn þess að geta birt
ritgerðirnar almenningi, og þannig urðu til
hugmyndir um útgáfu tímarits og jafnvel
stofnun prentsmiðju. Því var það, að í nóv-
ember 1845, boðaði Ólafur til fundar í Flatey
alla meðlimi félagsins og var á þeim fundi
ákveðið að gefa út ársrit, er birta skyldi
ritgerðir félagsmanna og fleira. Fjögurra
18
HLJÓÐABUNGA