Hljóðabunga - 01.11.1978, Page 30

Hljóðabunga - 01.11.1978, Page 30
komi sér ekki við. Það sama henti Þórberg Þórðarson, haustið 1909, þegar hann gekk í „musteri viskunnar“, Kennaraskólann: „Og hvaða uppbygging er það fyrir andann eða gagn bara fyrir daglega lífið að húka hér yfir því að reyna að muna, að það séu 500 000 manneskjur í Sheffield - og líklega ekki einn einasti spekingur - og að í Birmingham séu búnir til títuprjónar og smíðaðar saumnálar? Hvers vegna er verið að sólunda tíma okkar í svona lagað minnishrat? Hvern andskotann kemur þetta lífi okkar við? Og hvað situr eftir í manni, þegar vindar nýrra áhrifa hafa feykt þessu rusli burtu? Enginn nýr skilningur á heiminum. Ekki heldur aukin dómgreind. Því síður meiri djúp- hyggja. Þar situr ekkert eftir annað en sama gróður- lausa auðnin, sem þyrsti í frjóvgandi skúrir, áður en þessi ítroðsluþyrrkingur byrjaði. Nei! Ég geri upp- reisn gegn þessu helvíti." (Ofvitinn bls. 25 MM, Rvík. 1964) Brotakennd þekkingarmiðlun einkennir námsefnisvalið. Skilningur á lífi og umhverfi virðist ekki skipta meginmáli. En hvað skiptir í rauninni meira máli en að þekkja umhverfi sitt? Hversvegna og hvernig náttúrulegt og félagslegt umhverfi er eins og það er? Hvers vegna sumir eru ríkir, aðrir fátækir? Hvers vegna þjóðfélagsgerðin er eins og hún er, og hvernig mætti hugsanlega bæta hana? Skiptir ekki máli að vita hvaða hæfileikar kunna að búa í fólki, hvernig lunderni þess er og kynferðislíf? Hvernig fólk skemmtir sér? Hverjar séu hættur nautnalyfja? Hverjar séu orsakir styrjalda og ofbeldis, atvinnuleysis, sjúkdóma og mengunar? Hvað er mikilvægt að vita ef ekki þetta? Hvaða spurningar leita á hug barna og unglinga ef ekki þessar og þeim skyldar? Yfirleitt miða kennsluhættir skólanna að því að mata nemendur á því sem sumir nefna staðreyndir, en sem oft reynist vera óhrekjandi lygi eða háskalegar einfaldanir. Þessi mötun temur nemendum óvirka afstöðu og kemur í veg fyrir að þeir þroski með sér einhverja mikilvægustu hæfileika mannsandans: frjótt ímyndunarafl, sköpunargáfu og gagnrýna hugsun. En „stóri sannleikur“ stendur skrifað- ur í námsbókinni og hann ber þér að læra utanað, helst gagnrýnislaust, hvort sem þú hefur áhuga eða ekki. Efasemdir eða ólíkir túlkunarmöguleikar eiga þar sjaldnast heima. Svarið er aðeins eitt, og við það ber þér að krossa á samræmdu stöðluðu krossaprófi. Annað einkenni kennsluhátta skólakerfisins er bekkjafyrirkomulagið. Flestar skólastofnan- ir eru byggðar og enn starfræktar með það í huga að 25-35 nemendur sitji í röðum fyrir framan upphækkað kennarapúlt og hlýði þög- ulir á þekkingarmola, leiðbeiningar, skipanir og yfirheyrslur kennarans. Þar við bætist svo, að í bekki er oftast raðað eftir „getu”, þ.e.a.s. einkunnum, og þannig skapaðir ,,tossabekkir“ og „bestu bekkir“, þrátt fyrir áðurnefnda yfirlýsta jafnaðarmennsku skólakerfisins. Nemendum er ætlað að tileinka sér hina hlýðnu og óvirku afstöðu, en sú afstaða eða það viðhorf hæfír einkar vel auðvaldsskipulag- inu, þar sem lýðurinn skal lúta hinum fáu; forréttinda- og valdastéttinni, eða jafnvel „hinu menntaða einveldi“. Það er valdboðið að ofan og samkeppnin milli hinna lægra settu sem gildir. Þar verða það hinir sterku sem sigra. Samvinna, samhjálp og sjálfstæð við- leitni eiga ekki heima í hugmyndafræði þessa kerfis. Öfugt við yfirlýsta stefnu eru það nemendurnir sem eiga að aðlagast skólanum. Skólinn breytir sér ekki eftir þörfum nemend- anna, nema að sáralitlu leyti og í engum grundvallaratriðum. Börnin fara í skóla til að aðlagast hugmyndum ríkjandi stéttar, þjóðfé- lagsmunstrinu, til að láta stjórnast, og til að taka þá trú að þjóðfélagið eigi að vera í stórum dráttum eins og það er. Skólinn og menntunin Markmið hins íslenska skólakerfis mun eiga að vera öðrum þræði að mennta nemendur. Ekki er þó gerð tilraun til að skilgreina hugtakið menntun, hvorki í grunnskólalögum, né í frumvarpi til laga um framhaldsskóla, sem nú liggur fyrir Alþingi. Ef til vill er ástæðan sú, að menntunarþátturinn svokallaði skiptir minna máli í framkvæmd, en geymslu- og flokkunarhlutverk skólanna. En hvað er menntun? Hvað merkir í rauninni að mennt- ast? í Reglugerð um menntaskóla, nr. 270/1974, segir um markmið þeirra: 30 HLJÓÐABUNGA

x

Hljóðabunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.