Hljóðabunga - 01.11.1978, Síða 31
Hvað mun sitja eftir í kollinum að prófum loknum? Nýr skilningur á heiminum? Aukin dómgreind?
Frjórri hugsun?
,,Það er markmið menntaskóla að efla þroska nem-
enda sinna, veita þeim almenna menntun að loknu
miðskólanámi og búa þá undir háskólanám og
þátttöku í lífi og starfi þjóðfélagsins.“
í þessari tilvitnun reglugerðarinnar kemur
ekki beint fram hvaða skilning höfundar
hennar leggja í hugtakið menntun. Þó má
gera því skóna, að menntun merki hér
þekkingaröflun, þar sem tekið er fram annars
vegar, að skólinn skuli efla þroska nemenda
sinna, en hins vegar að veita þeim almenna
menntun. Hér virðist því menntun vera sam-
sömuð þekkingu. Sá maður er menntaður sem
hefur aflað sér annað hvort almennrar þekk-
ingar, þ.e.a.s. veit dálítið í öllu, hið helsta um
flest, en ekkert til hlýtar, - eða að sá maður er
menntaður sem hefur tileinkað sér allmikinn
þekkingarforða á afmörkuðu sviði, er m.ö.o.
sérfræðingur í tiltekinni fræðigrein. Þetta virð-
ist einnig vera hin algenga hugmynd manna í
dag um menntamanninn, sem sérhæfðan
fræði- eða vísindamann.
En til er annar skilningur. Við könnumst
flest við hugtakið starfsmenntun. Sá er oft
talin menntaður sem hefur tileinkað sér ein-
hverja tæknilega starfskunnáttu, andlega eða
líkamlega (þetta tvennt fer þó að sjálfsögðu
alltaf saman, en í mismiklum mælij.Við eigum
allskonar sérhæfða verkamenn, iðnaðarmenn,
tæknifræðinga, og eftir því sem vinna þeirra er
flóknari í verki og hugsun, þeim mun mennt-
aðri eru þeir sagðir vera. Hér merkir menntun
sama og starfsþekking.
í þriðja lagi getur menntun merkt andlegan
þroska. í þeim skilningi þýðir það að menntast
að verða að „sannari manni“, þ.e. rækta
mannlega eiginleika sína, skynsemi, dóm-
greind, siðferðisvitund, sköpunarhæfni, feg-
urðarsmekk, og yfirleitt hið besta í mannin-
um, sem er frumlegt og persónulegt hverjum
og einum, en ekki tískufyrirbrigði.
HLJÓÐABUNGA
31