Hljóðabunga - 01.11.1978, Blaðsíða 33

Hljóðabunga - 01.11.1978, Blaðsíða 33
mjög til umræðu i Danmörku nýlega (m.a. á þingi), en þar hefur ríkt atvinnuleysi og kreppuástand og hvers kyns hægri öflum vaxið ásmegin. Áróður þessi hefur þó haft þau áhrif í því marglofaða lýðræðisríki V-Þýskalandi, að þar hafa verið sett lög - Berufsverbot - sem heimila yfirvöld- um að vikja kennurum úr starfi, sem aðhyllast eða eru grunaðir um að aðhyllast annað þjóðfélagsform en það V-Þýska. Þetta er að sjálfsögðu heiftarleg skerðing á mannréttindum og er vissulega ástæða til að vara við slíkri þróun á íslandi. Það mun reynast þýðingarlítið að ætla að breyta skólakerfinu nema að framkvæma um leið róttækar umbætur í efnahagsmálum og atvinnumálum. Skólinn hvílir eins og aðrar stofnanir þjóðfélagsins á efnahagskerfinu og endurspeglar það í vissum skilningi. Hins ber að geta, að ekki tjóir heldur að bíða eftir því að efnahagskerfið breytist. Breytingarnar verða að gerast samtímis í gagnvirkum tengsl- um. En hvað ber að gera? Ég leyfi mér að setja fram fáeinar tillögur til umhugsunar. Þær eru byggðar að nokkru á þeirri gagnrýni sem hér að framan greinir, en einnig á starfi mínu að kennslu og fræðslumálum. í fyrsta lagi þurfa valdahlutföllin í skóla- kerfinu að breytast: frumkvæði í stefnumótun og starfsháttum skólanna þarf að komast í hendur skólanna sjálfra, þ.e.a.s. í hendur kennara, nemenda, foreldra og kjörinna skóla- nefnda. Mikilvægar ákvarðanatökur eiga ekki að liggja einvörðungu í höndum örfárra em- bættismanna ráðuneytanna. í öðru lagi þarf að fella niður próf og einkunnir í hefðbundnum stíl, samkepppnis- andann, röðun í bekki eða í stuttu máli sagt: Það á að hætta að sortéra fólk. I þriðja lagi á að stytta til muna skólaskyldu og jafnhliða að gefa nemendum kost á að læra meira en nú tíðkaðst, það sem hugur þeirra stendur til í það og það skiptið. Öðru vísi er vart hægt að koma i veg fyrir einn aðal galla íslensks skólakerfis: námsleiðann. Skólastarfið á að stefna að því að gera fólk sjálfstætt og sjálfbjarga. Þess vegna þarf einnig að auka fjölbreytni námsefnis og námsaðferða. Eink- um og sér í lagi þarf að hefja til vegs og virðingar verkmenntun hvers konar, mynd- íð, söng- og tónlist, en þessar greinar hafa verið hornrekur í íslensku skólakerfi, þrátt fyrir mikilvægi þeirra. Berjast verður gegn þeirri aðgreiningu bóklegs og verklegs náms sem er höfuðeinkenni framhaldsskólastigsins. í fjórða lagi þarf öll fræðsla að miðast að því að hjálpa fólki að öðlast skilning á mannleg- um kjörum, aðstæðum og samskiptum, þjóðfé- lagslegri byggingu og náttúrulegu umhverfi. Að öðrum kosti er ekki hægt að búast við víðsýni og fordómaleysi. í fimmta lagi er nauðsynlegt að menntun miðist við alla aldursflokka. Öllum, á hvaða aldri sem er, á að vera mögulegt að afla sér víðtækrar menntunar. Skólar þurfa því að breytast í fræðslu- og menningarmiðstöðvar, þar sem fólk úr ólíkum atvánnustéttum getur gerst leiðbeinendur og kynnt störf sín og áhugamál, ef svo ber undir. I sjötta lagi verður að breyta Kennarahá- skóla Islands, m.a. með tilliti til þessara atriða er hér hafa verið nefnd, og opna hann öllum sem áhuga hafa á fræðslu og uppeldismálum. I sjöunda lagi er mikilvægt að leggja niður svonefndar æviráðningar skólastjóra og kenn- ara. Þeir ættu aðeins að vera ráðnir til fárra ára í senn og starfsmenn skóla ættu að velja úr sínum hópi skólastjóra er nyti trausts, sýndi hæfileika til skipulagningar, væri laus við íhaldssemi og óhræddur að framkvæma skyn- samlegar breytingar í þágu skjólstæðinga sinna: nemendanna. Jafnframt þarf að koma í veg fyrir að í skólanefndum sitji pólitískir loddarar eða flokksgæðingar með litla þekk- ingu á skólamálum. í áttunda lagi þarf að breyta og bæta skólahúsnæði með það í huga að stórefla verklega kennslu. Skólar eiga að vera vinnu- staðir nemenda og kennara, með viðeigandi vinnuaðstöðu og eðlilegum vinnutíma. Ef við nú ímyndum okkur að þessar tiliögur yrðu framkvæmdar, þá er lesenda væntanlega ljóst að þar með væru ekki öll vandamál og erfiðleikar úr sögunni. Slíkt er óhugsandi einfaldlega vegna þess, að þjóðfélagið og stofn- anir þess eru í stöðugri framþróun, taka sífelldum breytingum. Megin vandann er við tæki, tel ég vera fólginn í ýmsum af þverstæð- um skólakerfisins: (1) Annars vegar er ætlast til að nemendum sé skylt að sækja skóla og menntast (m.a. til að koma á þjóðfélagslegu jafnrétti að þessu leyti), en hins vegar er nemendum fengið ákveðið HLJÓÐABUNGA 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hljóðabunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.