Hljóðabunga - 01.11.1978, Blaðsíða 34

Hljóðabunga - 01.11.1978, Blaðsíða 34
Koma kennarar almennt auga á annmarka kerfis- ins? frelsi í hendur til að velja og hafna námsefni, námsleiðum og lengd skólagöngu sinnar. Með öðrum orðum, þá snýst vandamálið um skyldu (eða nauðung?) og frelsi. (2) Það verður áfram glímt við vandann um þær hæfileika- og þekkingarkröfur sem „æðri“ skólaganga krefst óhjákvæmilega. Háskóla- starfsemi verður t.d. að byggjast að miklu leyti á mjög öguðum fræðilegum vinnubrögðum og undirstöðuþekkingu sem framhaldsskólar verða að veita. Hér er enn komið að þeim kröfum sem skólakerfið setur fram og tak- markar um leið frelsi nemandans. (3) Þá verður örugglega lengi deilt um áhrif yfirstjórnar menntamála, þ.e.a.s. hvaða þætti í menntakerfinu sé æskilegt að samræma og að hve miklu leyti. Hér er um að ræða spurning- una um samræmingu og stjórn ofan frá og frelsi hinna ýmsu einstaklinga og hópa til að hafa stefnumarkandi áhrif. (4) Það verður efalaust eilíft verkefni fyrir kennara að finna leiðir til að skólanámið feli í sér þau mikilvægu atriði að nemendur læri ekki aðeins að vinna, heldur finni ánægju af vinnu sinni - þá ánægju sem fólgin er í því að finna sig geta ráðið við vandamál og verkefni, finna sig einhvers megnuga. Eins og lesenda er ef til vill þegar ljóst, er þessi grein einkum skrifuð með grunnskólann og vandamál hans í huga. Það er skoðun flestra, hygg ég, er um þessi mál fjalla af einhverri alvöru, að byrjunarvettvangur skóla- kerfisins sé mikilvægasti hluti skólagöngu hvers einstaklings. Þar mótast viðhorf barna til náms og þekkingar, sem að líkindum hafa mest áhrif á framtíðarval þeirra og möguleika til þroska og starfa. Framhaldsskólar og há- skólar eru í grundvallaratriðum líkt upp byggðir og grunnskólinn, og sú lýsing sem dregin var upp hér að framan af skólakerfinu, á því einnig við um þá að miklu leyti. Hér er fjölmörgum milvægum atriðum um skóla- og menntamál að sjálfsögðu sleppt, enda af meiru en nóg að taka og einhvers staðar hlýtur hver ræða að enda. Það þykir höfundi þessarar greinar augljóst að byltingar er þörf bæði í menntamálum og efnahagsmálum, vilji menn á annaðborðstefna að réttlátaraog skynsamara samfélagi. En margur skólamaðurinn er bund- inn á klafa afturhaldssemi og sjálfsánægju, telur Vanann sinn besta vin, en Breytinguna óvætt eina er raski hinum guðdómlegu að- stæðum í þessum allrabesta heimi allra heima, eins og segir í Birtingi. Slíkum skólamanni má líkja við steinbít. Hygg ég að greinarkorn þetta verði vart til þess að hann sleppi taki sínu. En korni þessu er hins vegar ætlað að falla í frjóan jarðveg þeirrar hugsunar sem er leitandi, gagnrýnin og framsækin. Ég trúi að sá jarðvegur sé til. 34 HLJÓÐABUNGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hljóðabunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.