Hljóðabunga - 01.11.1978, Qupperneq 42
Hvað er menning?
Jónas
Guömundsson:
Þróun
menningar —
hvert
stefnir?
Inngangur
íslensk menning er engin fornaldarrós. Hún
hefur breyst mikið á löngum tíma en þó aldrei
eins og á allra síðustu áratugum. Nú á hver
vitandi íslendingur fjölda dæma í endur-
minningajsóðum frá umskiptum gamalla og
nýrra siða í landinu. En hver eru helstu
einkenni þessara siðaskipta, þessara breytinga
á menningunni?
Lítið hefur heyrst af gagnrýni á þróun
menningar á íslandi. Breytingum hefur flest-
um verið tekið sem fagnaðarboðum nýs tíma
og þeim hugsunarlítið stungið í flokk fram-
fara. Og vissulega er oft ástæða til að fagna.
En það er oft ekki minni ástæða til að efast; til
að skoða breytingarnar í víðtæku samhengi og
leita meðal þeirra varhugaverðra tilhneiginga.
Til að varpa ljósi á nefndar tilhneigingar
væri ráð að einangra ákveðna þróunarþætti
menningarinnar og nota við það, sem hjálpar-
tæki, reynsludæmi úr öðrum þjóðfélögum og
skýringaskrif nokkurra mannfræðinga.
En fyrst verður að skýra merkingu hugtaks-
ins menningar.
Með íslenskri málvenju hefur merkingu
menningarhugtaksins verið þvælt og rangsnú-
ið. Dagleg notkun þess er gjarnan bundin við
fagurfræði, s.s. bókmenntir og listir. Dæmi af
því tagi má finna í orðunum, menningarviti
og menningarsnobb og í tískuorðinu árið
1975, menningarneyslu, sem á að merkja
lestur bókmennta og setu í leikhúsum, tónlist-
arhöllum og fyrirlestrasölum. Við ofangreinda
merkingu hugtaksins menningar vil ég ekkert
kannast í þessari grein.
Samkvæmt skilningi þess manns, sem mest
og best hefur skrifað um forníslenska menn-
ingu, Sigurðar Nordal, samsvarar menningerl-
endu orðunum culture og kultur. Þessi alþjóð-
legi orðstofn á rætur að rekja til latnesku
sagnarinnar vultura, sem þýðir að rækta land.
Jarðrækt var einmitt eitt merkasta stigið í
þróun mannlegs samfélags. Frummerkingin í
culture er því ákveðið dæmi um sérhæfni
mannsins, en hefur nú víkkað út yfir allt sem
maðurinn á fram yfir aðrar lífverur. Menning
samsvarar því vel nútímamerkingu erlenda
hugtaksins culture.
í mannfræði er menning nákvæmar skil-
greind. Á fræðilega hátt má lýsa menningu
sem skipulagi á hegðunarlögmálum og við-
miðum hvers menningarhóps. Hún er kerfi
útbreiddra félagslegra hugmynda, félagslegt
skipulag, sjálfsvitund. Hún er leið mannsins
til að viðhalda tegund sinni. Að frágengnum
slíkum fræðilegum skilgreiningum getum við
sagt að menning sé allt sem viðkomi skipulagi
mannlegs samfélags, stofnunum þess, tækni og
vinnuaðferðum, lífsgildum þegnanna og trú-
arbrögðum. f stuttu máli, öll einkenni samfé-
lagsins, frá stórum einingum til smárra og frá
hugarheimi til efnislegra uinmerkja.
Breytileiki menningar
Frá því að sögur hófust, og lengur ef marka
má fornleifarannsóknir, hafa lifnaðarhættir
mannsins verið að breytast, menningin að
þróast. Einstakar uppgötvanir, s.s. hagnýting
eldsins, hafa búið manninum gjörbreytt lífs-
skilyrði. En hvort slíkar uppgötvanir eigi
42
HLJÓÐABUNGA