Hljóðabunga - 01.11.1978, Page 43

Hljóðabunga - 01.11.1978, Page 43
nefnt, hagræna greiningu, tengsla greiningu og viðhorfs greiningu. Sjónvarp — einn þeirra fjölmiöla sem seilast inn í hugi fólks. Sjónvarp flytur hér á landi einhæfa erlenda menningarstrauma. stærri þátt í almennri þróun menningar á jörðinni, heldur en dreifing hugmynda, hafa mannfræðingar deilt um. Víst er að hvort tveggja á hlut að máli. Á okkar tíma hraða og góðra samgangna má telja dreifinguna mun mikilvægari þróunarþátt en uppgötvanir. En þrátt fyrir góð tengsl og mikla dreifingu hugmynda milli heimshluta, verður ekki framhjá því horft að á jörðinni hafa verið, eru, og verða að líkindum alltaf ólík menmngar- svæði. Spyrja má hvort nokkur leið sé til að berá saman þennan breytileika milli svæða, hvort flokka megi menningu? Mannfræðingar hafa svarað spurningunni um réttmæti slíks samanburðar afdráttarlaust játandi. Þeir hafa rannsakað hinar ýmsu teg- undir menningar, eðli þeirra og þróunartil- hneigingar. Reyndar er ein undirgrein mann- fræðinnar, menningarmannfræðin, helguð slíkum rannsóknum. Þrjár greiningar- aðferðir Hér á eftir verður fjallað um þrjár aðferðir mannfræðinga til að skýra þróun menningar. Um er að ræða einangrun þriggja þátta sem höfundar aðferðanna telja mikilvægasta í hinni almennu þróun menningar. Ég hef valið að nefna þessar aðferðir greiningaraðferðir, til að benda á að þær má á óbeinan hátt nota til að greina hvar ákveðin menning er stödd í samanburði við aðrar. Aðferðirnar hef ég Hagræn menningargreining „Menning þróast annað hvort þegar þaö orku- magn, sem hver íbúi hagnýtir á ári, eykst, eða þegar afköst þeirra tækja, sem hagnýta orkuna, aukast, nema hvort tveggja gerist." Leslie A. White. Þessi stutta tilvitnun felur í sér kjarna hinnar hagrænu menningargreiningar. Grein- ingin spyr fyrst og fremst um orkuneyslu og framleiðni í samfélögum og setur upp þá einföldu mælistiku, að menningin þróist alltaf í átt til aukningar þessara fyrirbæra. Við getum strax gert okkur í hugarlund af hve ólíkum stærðargráðum orkuneysla og fram- leiðni hljóta að vera í hinum ýmsu samfélög- um heims. Þegar við berum saman siíkar stærðir úr tveimur eða fleiri efnahagskerfum, er mikil- vægt að athuga eðli kerfanna. Við verðum að skoða hvaða framleiðsluöfl eru að verki og sérstaklega hvaða orkunýtingarform þekkjast í samfélögum. Þegar Homo Sapiens, frummað- urinn, fór fyrst að spranga um jörðina, voru lifnaðarhættir hans mjög einhæfir. Allir voru uppteknir við að afla matar og höfðu aðeins sína líkamlegu orku til að styðjast við. Þannig var í safnara- og veiðimannasamfélögum. Hjarðmennska var næsta lífsháttastig, en þar hafði mönnum lærst að beisla orku með dýra- tamningu. Stórt stökk var yfir til jarðræktar- hátta, því jarðræktin var hrein orkufram- leiðsla, sem gerði hluta samfélagsþegnanna kleift að snúa frá matvælaöflun en sérhæfa sig þess í stað í annarri atvinnu og mynda þétt- býli. Nýjar leiðir til orkuöflunar komu síðar ekki til sögunnar fyrr en farið var að nota brennsluefni í Evrópu á seinni hluta 18. aldar. Kol og olía mörkuðu upphaf siðmenningar, sókn til meiri verkaskiptingar samfélagsþegn- anna og aukins þéttbýlis. Enn hafa ný orku- nýtingarform fundist á síðustu áratugum og má þar nefna frumeindatengsl og sólargeisla. Þá er aðeins ógetið ýmissa náttúrulegra orku- HLJÓÐABUNGA 43

x

Hljóðabunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.