Hljóðabunga - 01.11.1978, Blaðsíða 45

Hljóðabunga - 01.11.1978, Blaðsíða 45
Eftir því sem menningin þróast, leysast persónulegu böndin smátt og smátt upp. Makaval fer t.d. að lúta nýjum reglum og forsjálni færist í hendur annarra en ættarhöfð- ingja. Hin nýju samfélagstengsl sem taka við, eru m.a. eignatengsl, búsetutengsl og áhuga- tengsl. Höfuðeinkenni þeirra er hve ópersónu- leg þau eru; þau verða ekki til vegna þess að einstaklingurinn heitir Jón og er Jónsson, og hafi þess vegna frá byrjun sterk sambönd við ættingja sína, eða vegna þess að Jón hafi bundist sterkum vináttuböndum við ákveðnar persónur. Það sem hefur mest áhrif á tengsl hans við aðra eru ópersónulegar aðstæður, s.s. þær að hann býr á ísafirði, og er þ.a.l. í bæjarfélaginu, á íbúð í blokk og er í húsfélag- inu, er spilamaður og meðlimur í Bridgefélag- inu, er sósíalisti og félagi í Alþýðubandalag- inu, svo að dæmi sé tekið. Þegar þessi tengsl eru orðin ríkjandi í lífi hvers einstaklings, og persónuleg tengsl orðin hverfandi sem engin, þá er komið að þeim endapunkti, sem tengsla- greiningin kann að segja frá. Ég féll áðan viljandi í þá gryfju að taka dæmi frá íslandi. Með því vildi ég ekki segja að ópersónuleg tengsl væru orðin yfirgnæfandi milli landsmanna. Svo held ég að sé reyndar ekki, þó að hlutur þeirra sé sjálfsagt alltaf að aukast. En til að athuga stöðu okkar örlítið betur, er rétt að athuga íslensku fjölskylduna. Fjölskyldan er einmitt mjög góður mælikvarði á mikilvægi persónutengsla, enda segir Henry Maine á einum stað, að lýsa megi þróun í framsæknum þjóðfélögum sem upplausn fjöl- skylduábyrgðar. í nýlegri bók, íslenska þjóðfé- lagið, fjallar Þorbjörn Broddason um breyt- ingar á eðli og hlutverkum íslensku fjölskyld- unnar og segir m.a.: „Heimilið sem áður var staður athafna og framleiðslu, uppeldis og menntunar, auk neyslu og hvíldar er nú aðeins að hluta vettvangur neyslu, uppeldis og hvíldar“. Þorbjörn telur erfitt að meta stöðu fjölskyldunnar, en bendir á nokkur fleiri atriði sem vitna um veikari stöðu hennar, og önnur sem halda merki hennar á lofti, s.s. félagsmót- unarhlutverk og líkamleg forsjá. Hinn mikla og sérstæða fjölda óskilgetinna barna á Is- landi, telur Þorbjörn einnig benda til styrk- leika fljölskyldubanda: „Ástæður þess að stúlkur eru óragar að eignast barn sem þær ganga með, jafnvel þótt þær geti ekki gengið Frumstæður þjóðflokkur á tuttugustu öld: Frá sam- félagi Papúa á Nýju Gíneu. að félagslegum föður vísum, eru í mörgum tilvikum að þær geta treyst á stuðning og velvild ættarfjölskyldunnar í stað fyrirlitning- ar og útskúfunar hjá sumum öðrum þjóðfélög- um“. En þó finna megi þannig dæmi í samtímanum, sem bæði halda á lofti og rýra HLJÓÐABUNGA 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hljóðabunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.