Hljóðabunga - 01.11.1978, Síða 48

Hljóðabunga - 01.11.1978, Síða 48
sjálfsmorða, ómannleg samskipti fólks, hálf- gert siðferðishrun og alls konar eiturlyfja- neyslu. Heillegri lýsingu á þessu menningará- standi má lesa í bókinni Heimur á helvegi, sem kom út á íslensku árið 1973(Útgefandi Almenna bókafélagið). Greiningaraðferðirnar leggja engan dóm á ákveðna menningu en skýra aðeins þróunarstöðu hennar. Áður en ég dreg ályktanir um stöðu ís- lenskrar menningar, þá er rétt að fara nokkr- um orðum um þau öfl er knýja fram breyting- ar á menningu okkar. íslensk menning Innri og ytri öfl Þau öfl sem innan þjóðfélagsins vinna að breytingu á menningunni eru þeir einstakling- ar sem vegna metnaðar eða hagsmuna taka upp eða berjast fyrir nýjungum. Þetta ætti að vera of augljóst að nefna, en vefur þessara afla er flókinn. Foreldrar hvetja börn sín til mennta og hjálpa þeim gjarna, fyrst og fremst til að tryggja þeim betri þjóðfélagsstöðu. Menntunin opnar ungu fólki leið að nýjum hugmyndum, sem verða til þess að þeir ungu kalla á breytingar, sem foreldrana óraði ekki fyrir. Ungt fólk hefur einnig sjálfstæðan metn- að til náms og framkvæmda er leiða til breytinga. Ýmsir aldurshópar greiða fyrir tækninýjungum, betri skipulagningu og ýms- um hugsjónamálum. Einnig eru til þeir sem greiða veg erlendra aðila til áhrifa á menning- una. En það eru líka hrein erlend öfl sem hafa áhrif á íslenska menningu. Erlent fjölmiðla- efni, hugmyndir og tækninýjungar streyma yfir þjóðina. Bein áhrif útlendinga á efnahags- mál, framleiðsluhætti og jafnvel listir og af- þreyingarhætti manna, aukast stöðugt. Fyrir þessari uppivöðslu má finna ástæður. Stjórn- málaleg framvinda var m.a. sú hér á landi á fyrri hluta aldarinnar, að tekist var á um hverjar skyldu verða okkar höfuðviðskipta- þjóðir og jafnframt bandamenn á alþjóðavett- vangi. Þessum átökum hefur vafalaust fylgt meira vilhylli undir aðrar þjóðir en einni lítilli og sjálfstæðri þjóð er hollt. Og e.t.v. er fleira sem orðið hefur til þess að íslendingar taka nú gagnrýnislítið við þeim siðum sem berast til landsins. Auðvitað er okkur nauðsynlegt að hafa gott samband við aðrar þjóðir. Þjóð okkar er lítil og henni er hollt að hafa víðan sjóndeildar-- hring og kynnast háttum annarra þjóða. En það merkir ekki það sama og að taka upp siði annarra. Og það er einnig mikilvægt að halda erlendu áhrifunum blendnum. Eins og nú er ástatt má rekja yfirgnæfandi meirihluta er- lendra áhrifa á íslandi til hins engilsaxsneska hluta heims. Nægir þar að nefna að 85% af erlendu sjónvarpsefni og kvikmyndum eru frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Þessar og aðrar álíka stærðir hafa m.a. vakið ritstjóra Morgun- blaðsins til umhugsunar, en hann sagði í Reykjavíkurbréfi í sept. sl.: „...ef við gætum ekki að okkur á næstu árum getur svo farið að okkur verði veruleg hætta búin af þeim ein- hliða áhrifum sem við verðum fyrir.“ Það gefur augaleið að erlend áhrif verða sterkari eftir því sem þau eru einhæfari. Ástand og horfur Ég mun ekki fjalla í mörgum orðum um íslenska menningu m.t.t. greiningaraðferð- anna þriggja. Eg tel að menningarþróun okk- ar og þau dæmi sem þegar hafa verið nefnd um stöðu okkar, sýni að við stefnum fast í kjölfar menningar Vesturlanda. Við stefnum í meiri orkunotkun og að meiri framleiðni, sem marka má af stóriðjuframkvæmdum og fjölda- framleiðsluháttum, sem eru að ryðja sér til rúms. Við skipuleggjum einnig samfélag okkar sífellt með meira tilliti til ópersónulegri tengsla á kostnað persónulegri kynna, og við erum sífellt að hækka menntunarstig þjóðar- innar. Þróun allra þessara þátta er misjafnlega langt á veg komin, sumra mjög langt, annarra stutt, s.s. framleiðni. En aðrir eru í afdrifarík- ari gerjun og má þar nefna vægi persónulegra tengsla gagnvart ópersónulegum tengslum. Það er mishröðun í þróuninni, en stefnan er ein og söm. Við getum átt von á í fyllingu tímans, ef heldur fram sem horfir, að ná sama menningarstigi og ríkir nú í iðnríkjum vestur- landa, með öllum einkennum þeirra. 48 HLJÓÐABUNGA

x

Hljóðabunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.