Hljóðabunga - 01.11.1978, Síða 49

Hljóðabunga - 01.11.1978, Síða 49
Eitt af millistigum vestrænnar menningar: fjöldaframleiðsluhættir hafa rutt sér til rúms. Myndin sýnir þýska verksmiðju um aldamótin 1900. Hvað er hægt að gera? Það eru engin óumflýanleg örlög að íslensk menning lendi á sama stigi og menningin Vesturlanda. Við höfum ennþá tækifæri til að sveigja af þeirri þróunarbraut, sem við erum stödd á. Og ég vil leyfa mér að benda á fáeina tillögur til úrbóta: Við gætum t.d. úthýst fjöldaframleiðsluháttum, en sett okkur þess í stað að byggja upp sjálfstætt efnahagskerfi með megin einkennum smáiðnaðar, nýtingu innlendra hráefna með hjálp innlendra orku- gjafa. Við gætum ætlað persónutengslum meira rúm en nú er. Við gætum aukið mann- gildið gagnvart peningagildinu. Við gætum eflt sjálfstæði þjóðarinnar, svo að menningar- arfur hennar fái að njóta sín, í stað þess að láta erlenda strauma vera allráðandi. Ég tel að með hækkun menningarstigsins, gætum við varðveitt öll bestu einkenni sam- myndaðrar menningar, og nálgast jafnframt frammyndaða menningu, og þannig tryggt hraðar breytingar í þjóðfélaginu. En tillögugerð er ekki höfuðviðfangsefni þessarar greinar. Tilgangi greinarinnar er náð, ef tekist hefur að varpa örlitlu ljósi á það, hvernig menning á vanda til að þróast, og hvort þróunin bendi tii þess framtíðarskipu- lags sem við höfum að markmiði. Gert í Dartmouth Gollege, Hanover, Bandaríkjunum, janúar 1978. j.G. Bókalisti: Fredrick C Gamst og Edward Norbeck: „Ideas of Culture; Sources and Uses. “ Margaret Mead: „Culture and Commiltrnent“. Sigurður Nordal: „ Baugabrot. ” Ritstjórar„ The Ecologist“: „Ideimur á helvegi. “ Hagtiðindi, maí 1977; útg. Hagstofa Islands. 1) Þessar tölur eru upphaflega í skýrslu frá OECD en voru teknar upp í Hagtíðindum. maí 1977. útgefnum af Hagstofu fslands. Orkunotkun á fslandi 1974 sam- svaraði 5,35 tn af olíu á íbúa og í Bretlandi 3.82 tn. Til að gefa örlitla hugmynd um hvað þessar tölur merkja í öðrum orkueiningum má nefna að orkunotkunin á íslandi jafngilti 62 milljón kílówattstundum á íbúa árið 1974. ) HLJÓÐABUNGA 49

x

Hljóðabunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.