Hljóðabunga - 01.11.1978, Page 52
Þegar
Atlantis
hvarf
í þangiö
Hljóðabunga kannar
þangvinnslu í Noröur-Noregi
Þang og þörungavinnsla hafa valdið mikl-
um höfuðverk síðastliðið ár, og þá ekki síst það
hvernig losa eigi þennan nytsama sjávargróð-
ur af hafsbotni. Það var því tæpast tilviljun
sem réði því að ég brá undir mig betri
fætinum s.l. vor og litaðist um á Brasey við
Hálogaland, þar sem um langt skeið hefur
verið rekin þörungavinnsla.
Brasey er í eyjaklasa sem kenndur er við
Herey, og þangað gengur ferja frá uppgangs-
plássinu Sandnessjöen sem nú nýtur blessunar
Norðursjávarolíunnar í formi stóriðju í bor-
pallaframleiðslu. Ókræsileg braggahverfin
umhverfis iðjuverið, sem hýsa aðflutta verka-
menn, vitna um þann vanda sem er samfara
snöggum vexti. Fáir leiða þó hugann að slíku,
því mikið er í húfi að ná olíunni af geymslu-
stað sínum á hafsbotni, og það snarlega. Á
ferjunni til Braseyjar hittum við gamlan sjó-
mann sem fræðir okkur um eyjabyggðina og
örlög hennar.
Fyrr meir segir hann þungamiðju byggðar-
innar hafa verið úti í eyjum, enda er þar
meira undirlendi og styttra á fiskimiðin en frá
fastlandinu. Fólk stundaði hér landbúnað og
sjómennsku jöfnum höndum, enda fiskur all-
staðar innan skerja. í eyjunni blasir við okkur
mikið þéttbýli, þessi einkennandi jafna dreif-
ing húsanna, sem hvorki er hægt að kalla sveit
eða þorp á íslenskan mælikvarða. —En núna,
segir sá gamli, er farin að þynnast hér byggð-
in, mörg húsin eru aðeins notuð á sumrin, en
fólkið vinnur annarsstaðar á vetrum. Sjálfur
varð hann að hætta við bát og búfé þegar
heilsan bilaði, enda börnin farin að heiman og
út í buskann. Stjórnin hefur ekki litið náðar-
augum á útvegsbændur síðustu áratugina, en
reynt að fá menn til að stunda annað tveggja,
landbúnað eða fiskveiðar. Slíkir kostir eru
óaðgengilegir fyrir eyjamenn, og margir hafa
valið að flytja, en hinir hafa flestir snúið sér að
fiskinum einum, en fargað búfénu. —Það er
ekki talið borga sig að hafa hér fé, segir sá
gamli, —en gaman var nú að ánum, bætir
hann við og hann ljómar eins og barn þegar
hann hnyppir í mig til að sýna mér jórtrandi
tvílembu sem liggur í dularfullum þönkum á
grasbala á stórum hólma sem við siglum
framhjá.
Ég spyr um þangvinnsluna, og hann segir
þetta nú vera orðinn feikn mikinn iðnað og
möguleika á góðum tekjum við þangskurðinn.
Sjálfur stundaði hann mikið þangskurð meðan
hann var og hét, en áður fyrr var nú lítið
uppúr þessu að hafa nema þreytuna. Þá þurfti
maður sjálfur að koma þanginu á land og
þurrka það við eld, en núna er þetta allt
annað. Menn slá þangið með orfi og ljá, og
vaða út með landinu í vöðlum. Þangið sem
flýtur upp við sláttinn lendir inni í stóru
hringneti sem síðan er snurpað saman þannig
að þangið myndar þétta fljótandi breiðu. Þessi
þangfloti er síðan dreginn frá landi með bát
og flutningabátur kemur að sækja það.
ÍBrasey
Þegar við göngum á land í Brasey blasir
verksmiðjan við. Hún minnir á gömlu fiski-
mjölsverksmiðjuna á Torfnesi á ísafirði, breið
bárujárnsskemma með rjúkandi strompi, og
innan veggja er olíukynnt þurrkunartromla
sem snýst. Verksmiðjan gengur allan sólar-
hringinn, og við hana starfa 6-8 manns á
tveimur vöktum. Einn þeirra hittum við um
kvöldið þar sem hann var að huga að trjám í
52
HLJÓÐABUNGA