Hljóðabunga - 01.11.1978, Blaðsíða 53

Hljóðabunga - 01.11.1978, Blaðsíða 53
Þangverksmiðjan á Brasey; Elna við bryggju. garðinum hjá sér. Hann er milli sextugs og sjötugs Iéttur í fasi og talar mállísku þeirra Hálogalendinga með tilþrifum. Hann sýndi okkur trén sem hann plantaði þegar hann byggði hér og nú ná hátt til himins. Reyndar er hann frá fastlandinu kominn, en konan er héðan, svo hann ílentist hér. Það gengur nú svona til, segir hann og hlær. Og ekki hefur hann séð eftir að setjast hér að, því hvergi er betra að búa en á Brasey, ekki einn einasta dag hefur honum leiðst síðustu fjörtíu árin. Borgarlífið er ekki fyrir mig segir hann, en hér raskar enginn næturró manns. Það rennur nú upp fyrir okkur að við höfum ekki séð einn einasta bíl á Brasey, farartæki á landi eru þar reiðhjól auk tveggja dráttarvéla. Morguninn eftir sýnir hann okkur verk- smiðjuna. Þangið fer með snigli inn í þurrkar- ann og þaðan í kvörn sem malar það í grófkornað mjöl. Síðan kemur fínmölunar- kvörn og úr henni fer mjölið svo í sekkina. Fínmalað þangmjöl er selt til Japan, tjáir hann okkur, —Japaninn étur allt, segir hann kíminn. Ekki virðist sú ágæta þjóð þó torga allri framleiðslunni því talsverður hluti mjöls- ins fer héðan grófmalað til Suður - Noregs og Skotlands þar sem framleitt er úr því svokall- að alginat sem kvað m.a. vera notað í ýmsa matvöru. Þangmjölið fer einnig í sérstaka steinefnafóðurblöndu handa norskum kúm, og sumir bændur nota það beint sem kraftfóður og láta vel af. Einnig þekkist að nota það sem áburð á tún. 1974-1975 var lægð í eftirspurn eftir þangmjöli en nú gengur salan að óskum. Leiðsögumaður okkar segir að nú taki þeir á móti u.þ.b. 75 tonnum yfir daginn, og allt upp í 90 tonnum þegar mest er. Ég spyr hvort þetta sé allt handskorið þang, og hann svarar því játandi. Það eru 60-70 aðilar sem skera þang fyrir okkur, mest útvegs- bændur og sjómenn sem stunda þetta með öðru, auk þess eru allmargir burtfluttir eyja- menn sem skera þang á sumrin en vinna annarsstaðar á vetrum. Það hefur verið dálítið erfitt að tryggja jafna hráefnisöflun, t.d. hefur oft myndast vandræðaástand um sláttinn, þá fara karlarnir í heyskap og láta þangið liggja, og við því er ekkert að gera þvi þeir eru sjálfráðir að þessu. Eins berst hingað minna hráefni í vetrum, því þá er birtutíminn svo stuttur og erfiðara að standa að þangslættin- um. Annars gengur verksmiðjan allt árið að kalla, en við erum vanir að taka langt jólafrí, Þanginu landað úr Elnu. Fremst á myndinni er vog, en fyrir aftan hana er færiband og síðan snigill. H LJÖÐABUNG A 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hljóðabunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.