Hljóðabunga - 01.11.1978, Síða 54

Hljóðabunga - 01.11.1978, Síða 54
svona tvo mánuði. Reyndar hefur nú verið keypt þangskurðarvél hér á svæðið sem á að jafna upp sveiflur í þangöfluninni, og við fáum þang frá henni þegar lítið berst frá öðrum. Annars fer vélskorna þangið til sams- konar verksmiðju sem stendur á Brunney. Vélin er skrambi afkastamikil og getur slegið uppí 90 tonn á sólarhring við góðar aðstæður, enda eru færir menn sem stjórna henni, slá dag og nótt nú þegar nóttin er björt. Ef ég man rétt er þessi vél smíðuð í Haugasundi og er ein af þremur sem nú eru í notkun við norsku ströndina. f leiðangur með Elnu Elna heitir 100 tonna flutningsbátur, byggður 1947, sem verksmiðjan leigir með tveggja manna áhöfn. Elna sækir þangið til skurðarmanna og flytur til verksmiðjanna á Brasey og Brunney. Eftir að hafa skoðað verksmiðjuna fáum við að fara með Elnu í leiðangur dagsins. í þetta skipti er sóttur afrakstur vikunnar eftir þrjá skurðarmenn við Skógshólmann. Skipstjórinn er kraftakarl Elna er þrítug fröken, jafn Ijúf og þýðgeng og saumamaskínan með sama nafni. milli þrítugs og fertugs og hefur sér til aðstoð- ar liðlega tvítugan náúnga. Sá er greinilega mjög lágt settur um borð, honum er aldrei treyst fyrir stjórntækjum skipsins, en hitar kaffi ofan í okkur og skipstjórann. Að stjórna Elnu er heldur ekki heiglum hent, stýrishjólið tengist vindu sem togar í tvær riðbrunnar keðjur sem liggja óvarðar aftur með brúnni sín hvoru megin. Þar tengj- ast þær kasthjóli sem leikur á stýrisöxlinum. Koma kraftar skipstjórans sér vel þegar breyta þarf um stefnu, og legst hann þá á stýrið með höndum og fótum. Áttavitinn um borð hefur tilhneigingu til að sýna vestur þar sem aðrir hefðu talið norður, enda komin stærðar loft- bóla í spírann. Þeir félagar kenna hvor öðrum um að hafa drukkið það sem á vantar. En skipstjórinn okkar er allsendis óháður svona hjálpartækjum. Enn byrjum við að spyrja um þangskurð- inn. Þeir segja að einn maður geti með góðu móti skorið 3-5 tonn yfir daginn, og eitt dæmi vita þeir um ungan berserk sem skar 9 tonn á degi, en þar var ekki um neinn venjulegan mann að ræða. Fyrir tonnið fá menn 138 Nkr. ef þeir flytja það sjálfir til verksmiðjunn- ar, en 118 Nkr., ef Elna sækir það. (Norska krónan samsvarar nálægt 37 kr.ísl. voriðl977.) Verður úr þessu dágott tímakaup fyrir dug- lega menn, og einn heyrðum við um sem var orðinn svo múraður eftir sex mánuði að hann vissi ekki hvað hann átti að gera við pening- ana og hætti að vinna það sem eftir var ársins og keypti sér svo nýjan bát heldur en ekkert. —Margir unglingar vinna fyrir skólanum með þangskurði á sumrin segir skipstjórinn okkur. Ef þangvinnslan væri hér ekki myndu þeir flæmast burtu til vinnu í bæjunum. Hér geta þessir strákar verið eigin atvinnurekendur, þeir kaupa kannski gamlan bát, og búa sig út með vöðlur, orf, net, og kvíslar, önnur tæki þarf nú ekki. Þangskurðarmennirnir á Skógshólma eru á ærið misjöfnum aldri. Sá elsti er kominn á ellilaun og þjáist af magasári. Hann stundar skurðinn þegar maginn lætur hann í friði og hlutur hans er miklu minni en hinna. Hinir eru frekar ungir. Elnumenn fræða okkur á því að annar hafi klárað skyldunámið í hitteð- fyrra og neitað að læra meira þótt hann tæki 54 HLJÓÐABUNGA

x

Hljóðabunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.