Hljóðabunga - 01.11.1978, Page 56

Hljóðabunga - 01.11.1978, Page 56
hann lifandi þegar hann rak af hreinni tilvilj- un í hann fótinn þar sem hann lá innanum grjótið, meðvitundarlaus. Tókst honum að lífga hann við og komust þeir hjálparlaust til byggða. Hann er skrambans hraustmenni kall- inn skal ég segja ykkur. —Þegar við höfum lestað siglum við heim á leið og nú byrjar skipsstjórinn að spyrja um þörungavinnslu á íslandi. Ég get fáu svarað en segist halda að reynslan sé ekki nógu góð af þangskurðarvélunum sem keyptar voru til Reykhóla. Honum finnst það skrítið, segir að sú vél sem er í notkun við Hálogaland hafi reynst geysivel en sé reyndar mjög dýr og þurfi góðan stjórnanda til að ná fullum afköstum. Vandinn sé aftur á móti oft sá að landeigend- ur vilji ekki leifa vélskurð fyrir landi sínu þrátt fyrir greiðsluna sem er 9 Nkr. fyrir hvert tonn af skornu þangi. Ég spyr hvort til greina komi að skipta alveg yfir í vélskurðinn. Hann segir að það verði ekki á næstunni, fólkið hér myndi reiðast, þessi vinna heldur stórum hluta af byggðinni hér uppi. Við getum varla bannað mönnum að skera þang. Þetta virðist líka ganga ágætlega með þeim hætti sem nú er hafður á, segir þessi annars fámælti maður. —Og heimsókninni á Brasey var lokið. Nokkrum fróðleikskornum ríkari kvöddum við eyjuna og vinina sem við höfðum eignast á þessum tveimur dögum. Þessi staður er lausvið flesta ókosti nútímaþjóðfélags, kannski er þetta hið góða samfélag, hvorki dreifbýlt né þéttbýlt, laust við bílaumferð og lífsþæginda- kapphlaup, húsin eru áberandi lítil, en falleg og vel hirt. Hér eru auðlindir lands og sjávar nýttar án rányrkju og án mengunar. Fiskibátarnir eru litlir og nýta mið sem vegna skerjanna hafa alla tíð verið blessunarlega laus við togarana. Hver veit nema þangmjölsframleiðslan eigi eftir að skipa háan sess í framtíðinni, bæði á íslandi og í Noregi, því sá tími er kannski ekki langt undan þegar viðskiptakerfi heimsins verður svo riðlað orðið að hver þjóð verður að treysta á eigin auðlindir og eigin krafta til að brauðfæða sig. Og þá verður víst lítil hjálp í álverum og járnblendiverksmiðjum. WfffWtffWf Anton Helgi Jónsson: ísafjöröur fjöllin verka ýmist á mig líkt og greip reiöubúin til að hremma eyrina eöa lófi sem skýlir flöktandi kveik enn standa lífsreynd hús frá kaupmennskutíö í neösta og efsta þau sáu marga rata í sálarháska fyrir tíma breiðra menntavega ég renni grun í píslarsögur alþýöufólks strit þess hlóð undir skólana þar sem nöfn höfðingjanna geymast og stundir átaka þykja sögulegar afkomendurnir kannast síður viö þrengingar snúa baráttusöngnum í róman meö farsælum endi 56 Tromsö, 24. 7. 1977 Einar Eyþórsson HLJÓÐABUNGA

x

Hljóðabunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.