Hljóðabunga - 01.11.1978, Side 58

Hljóðabunga - 01.11.1978, Side 58
Pier Paolo Pasolini: /fáum ríkjum jarðar er andstœðan milli auðlegðar katólskrar kirkju og örbirgðar alþýðu jafn átakanleg og á Italiu. Þessi andstœða hefur orðið skáldum og listamönnum þess sögufrœga lands að mikluyrkisefni. Pier Paolo Pasolini (1922-1976) var, auk þess að vera skáld og nthöfundur, einhver frœgasti kvik- myndahöfundur og leikstjón siðustu áratuga. Meðal Ijóðabóka hans eru: Le ceneri di Gramsci (1957) og La religione del mio temþo (1961). Til páfa Skömmu fyrir andlát þitt haföi dauðinn fest sjónir á einn jafnaldra þinn; um tvítugt varst þú stúdent, hann verkamaður, þú auðugur og tiginborinn, hann fátækur og ættlaus en dagarnir liðu jafnt fyrir hann og þig og hinn forni svipur Rómar breyttist. Vesalings Zucchetto, ég sá jarðneskar leifar hans. Hann hafði nótt eina reikað um drukkinn gegnum markaðstorgin og orðið undir sporvagni frá San Paolo, dregist nokkurn spöl eftir teinunum meðfram trjánum og fyrir skammri stundu var hann ennþá undir hjólunum; hópur manna safnaðist saman og horfði þegjandi á hann; það var framoróið og fáir á ferli. 58 H LJÓÐABUNGA

x

Hljóðabunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.