Hljóðabunga - 01.11.1978, Síða 62
Gústi: Jú-jú ...
Ókunn.: En ef við látum þá borga...
Gústi: Og ég sagði nú á fundi hjá okkur fyrir
vestan um daginn, að það væri hreint og beint
brot á grundvallarreglum viðskiptalífsins að
láta þá ekki borga.
Ókunn.: Einmitt! —Veistu hvað Benjamín
Franklín sagði? „Ef ég læt þér land í té, þá
borgarðu með brauði.“ Þú orðar þetta bara á
miklu betri og nútímalegri hátt.
Gústi.: Maður er nú svosem vanur að taka til
máls við ýmis tækifæri...
Dóra (lágt): Gústi!
Gústi (lágt): Láttu mig um þetta, kona! (Við
Ókunnugan:) Og þó maður sé með talsverð
umsvif og fólk í vinnu...
Dóra (lágt): Jesus minn!
Gústi: Þá hefur maður nú tíma til að hugsa
eitt og annað.
Ókunn.: Það efast ég ekki um. En hefurðu haft
tíma til að hugsa málið til enda? Það er
spurningin. Þetta er nefnilega ekki eins einfalt
og virðast kann í fljótu bragði. (Sýpur á tómu
glasinu.)
Gústi: Hvað er að sjá þetta? Þú ert með tómt
glas. Má bjóða þér ...?
Ókunn.: Ja, fyrst þig langar ...
Gústi: Sönn ánægja, sönn ánægja.
Ókunn.: Vískí í sóda, takk.
Gústi (á leið út): Víski i sóda, töfaldan vískí í
sóda. (Hverfur. Ókunnugur og Dóra horfa
hvort á annað. Þögn.)
Ókunn.: Það ku vera fallegt þarna fyrir vestan.
Dóra: Fjöll geta auðvitað verið falleg.
Ókunn.: Geta?
Dóra: Ég sé nú samt alltaf meiri fegurð í fólki.
Ókunn.: Já, þannig.
Dóra: Sumu fólki, meina ég.
Ókunn.: Sama segi ég. En kunningi minn, sem
er jarðfræðingur, segir mér að Vestfjarðahá-
lendið sé einsog undurfagur líkami sem teygi
aragrúa af vel sköpuðum limum til sjávar.
Dóra: Svo hann segir það.
Ókunn.: Fallega sagt, finnst mér.
Dóra: Það gildir samt ekki það sama um limi
hálendisins og limi líkamans.
Ókunn.: Nú?
Dóra: Ég veit hvernig hægri fótur þinn er ef ég
hef þann vinstri. En fjöll hafa sína sérstöðu.
Eitt verður ekki dæmt eftir öðru. Ekki frekar
en kona verður dæmd eftir manni sínum,
hvernig sem hann er.
Ókunn.: Laukrétt! Það gengur ekki að líkja
fjöllum við konur og konu við fjöll. En giftar
konur, hversu bundnar eru þær mönnum
sínum?
Dóra: Það er nú það.
Gústi (kemur inn með glas): Tra-ra-ra...
—Gerðu svo vel, gerðu svo vel.
Ókunn: Þakka þér fyrir. —Gott og vel: við
erum hjartanlega sammála um að þeir eiga að
borga. En hvað eiga þeir að borga, með hverju
og hversvegna?
Gústi: Þeir geta vel séð um hluta af vegagerð-
inni. Og ekki bara hérna fyrir sunnan, heldur
um land allt.
Ókunn.: En hversvegna eigum við að láta þá sjá
um vegagerðina? Af því við látum þeim í té
land af okkar ástkæra landi? Eða af því þeir
eru í rauninni miklu færari til þess en við?
Gústi: Ja... ja...
Ókunn.: Mig grunaði það: þér vefst tunga um
tönn. Og ekki að undra: þegar öllu er á
botninn hvolft, þá er þetta flókið heimspeki-
legt vandamál. Það er að segja: annaðhvort
-eða eða bæði -og, eða jafnvel hvorttveggja
annaðhvort - eða og bæði - og. (Stutt þögn).
Gústi (mjög íbygginn): Já, ég...ég skil...
Ókunn.: Semsé, eigum við að láta þá sjá um
vegagerðina annaðhvort vegna þess að við
látum þeim í té land eða vegna þess að þeir
eru færari. Eða eigum við að láta þá gera það
bæði vegna þess að við látum þeim í té land og
vegna þess að þeir eru færari.
Gústi.: Ja... ja... ég hallast nú ... Nei, annars ...
Jú, ég ... Ja ég veit svei mér ekki... Jú, ég
hallast... Nei... Jú, ég hallast að bæði-og. Ég
geri það.
Ókunn.: Að nákvæmlega sömu niðurstöðu
komst ég. Reyndar ekki á svona skömmum
tíma, ég viðurkenni það.
Gusti: Að vera snöggur að átta sig á hlutunum,
það er það sem gildir, segi ég. Skál!
Ókunn.: Skál. —En ef við látum þá sjá um
vegagerðina, meðal annars vegna þess að þeir
eru miklu færari til þess en við, þá vakna tvær
spurningar: Hvar er ekki pottur brotinn í
okkar litla þjóðfélagi? Og - á hvaða sviðum
standa þeir okkur framar?
62
HLJÓÐABUNGA