Hljóðabunga

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Hljóðabunga - 01.11.1978, Qupperneq 66

Hljóðabunga - 01.11.1978, Qupperneq 66
vandamálum konunnar þinnar og þarmeð allrar fjölskyldunnar? Gústi: Ha? Jú... Dóra: Þetta hefur allt verið í skralli hjá okkur undanfarið, Gústi minn, þú verður bara að viðurkenna það. Gústi: Jájá, ég viðurkenni það líka. Og ég er samkvæmur sjálfum mér, það er ég enda þigg ég gott boð, hjartanlega. Farið bara, fariði bara, ég bíð hérna og undirbý ræðuna sem ég flyt kannski á fundinum á morgun. Okunn.: Eða strax í dag. Aldrei að geyma hvorki gullkornin né púðrið, sagði Roosevelt. —Blessaður á meðan, vinur. Þetta tekur von- andi ekki mjög langan tíma. (Þau fara.) Gústi: Engar áhyggjur af mér, engar áhyggjur af mér. (Gengur um.) Góðir fundarmenn! —Nei, ekki svona, —Kæru samherjar í barátt- unni fyrir sjálfstæðu íslandi, lýðfrjálsu íslandi og frelsi einstaklingsins. —Svona já, þetta var gott—Einsog Abraham Lincoln... —Leikari? Ruglið í henni alltaf hreint! —Einsog Abra- ham Lincoln, sá mæti maður sagði eitt sinn á fjölmennum og örlagaríkum fundi þar sem hann var í fyrsta skipti kosinn í mikilvæga nefnd, þá verður þjóðin ævinlega að vera... (Drukkinn maður, sem rétt áður hefur komið í ljós, gengur nú inná sviðið.) Drukkinn maður: Þú ert frábær, elsku vinur, þú ert afbragð. Gústi: Ja, ég er bara... Sko, ég tala stundum við sjálfan mig. Drukkinn maður: „Talar við sjálfan þig.” Þú ert hvorki meira né minna en mesti ræðuskörung- ur hér um slóðir síðan Beggi lét sig hverfa af sjónarsviðinu. Gústi: Hver er Beggi? Drukkinn maður: Þú spyrð einog þú sért af Hornströndum. Beggi blanki er Beggi blanki, fastagestur hér á hádegisbarnum einsog ég, landsfrægur maður. Gústi: Fyrir hvað? Drukkinn maður: Fyrir sínar listir auðvitað. Gústi: Hann er kannski leikari? Hvert fór hann? Hvert fóru þau? (Rýkur út, en kemur aftur að vörmu spori.) Hvert fóru þau? Er hann leikari? Drukkinn maður: Það má kannski til sanns vegar færa. Djókari er ekki góður djókari nema hann sé góður leikari. Gusti: Hvert fór hann? Fljótur! Segðu það! Drukkinn maður: Hann er eins og nál í heystakk, elsku vinur. Það finnur hann enginn. Þetta hús er nefnilega einsog hús guðs: í því eru margar vistaverur. Gústi: Djöfullinn í heitasta. —Hann er þá kannski alls ekkert í pólitík? Drukkinn maður: f pólitík? Ja, hvað á maður að segja? Kannski er Beggi meira í pólitík en nokkur annar. Gústi: Nú? Drukkinn maður: Jájá, hann spilar stundum í gegnum allt heila flokkaregistrið á einum degi. Gústi: Hvernig þá? Ertu ekki að ljúga þessu? Drukkinn maður: Ég? Ég sem hef séð hann Begga vin minn leika allt. Ég hef meiraaðsegja séð hann leika komma - engan svona sætan og skælbrosandi kommastrák með meinleysið í augunum, neinei, alvörukomma með kreppt- an hnefann og hörkuna einsog stáliðjuver í öllu andlitinu - og hann lék hann af svo mikilli snilld og innlifun skal ég segja þér, að dauðadrukkinn blaðamaður á Þjóðviljanum beitti síðustu kröftum sínum til að rísa á fætur, fórna höndum og segja með tárin í augunum: „Félagi Lenín er endurborinn.” Gústi: En afhverju í andskotanum er maðurinn að leikaraskapast svona einsog fífl? Drukkinn maður: Það er ósköp einfalt. Eða eins- og hann segir sjálfur: „Af öllum listgreinum er sú fegurst sem riddari ömurleikans beitir til að frelsa góða konu undan heimskum og leiðin- legum ektamaka” Gústi: Nei! Neinei! Það getur ekki verið! Drukkinn maður: Jújú svona er hann. Gústi: Heyrðu? Það er þó ekki búið að loka barnum? Drukkinn maður: Jújú, nú er búið að loka. Gústi: Allt er það eins! Drukkinn maður: Hvað vitleysa! Ef þú splæsir einum þreföldum, þá skal ég tala við þjóninn. Gústi: Komdu þá! Þú skalt fá hann fjórfaldan ef þú flýtir þér. (Rýkur út). Drukkinn maður: Svona eiga menn að vera. (Snýr sér við á leið út). Ég segi líka einsog Nixon, heilbrigðastur allra Bandaríkjaforseta, ég segi bara einsog hann sagði á spóluna hérna um árið: sé maður á annað borð búinn að fá sér einn gráan, þá gildir bara að vera sjálfum sér samkvæmur - og detta í það. (Hverfur.) 66 HLJÓÐABUNGA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Hljóðabunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.