Hljóðabunga - 01.11.1978, Page 67

Hljóðabunga - 01.11.1978, Page 67
Um hina heittelskuðu Lag við Ijóð Ljósvíkings eftir Jakob Hallgrímsson Jakob Hallgrimsson er fæddur í Reykjavík 1943. Hann starfaði um árabil í Synfóníuhljómsveit íslands, en nam áður fiðluleik í Reykjavík og Moskvu. Tónlistarkennari á Isafirði var hann 1973-78 og á Akranesi 1976-77. Síðastliðinn vetur lagði hann stund á músíknám í Stokk- hólmi, en kennir nú aftur við Tónlistarskóla Isafjarðar. Jakob hefur samið lagaflokk við flestöll kvæð- in í Heimsljósi eftir Halldór Laxness. Nokkur laganna voru m.a. flutt af Sigríði Ellu Magnúsdóttur á Tónskáldakvöldi á ísafirði, vorið 1975, og á Afmælistónleikum til heiðurs Ragnari H. Ragnar, í október 1978, flutti Rut L. Magnússon nokkur þeirra. HaUdór Laxness veitti Hljóðabungu guðvelkomið leyfi sitt til að endurprenta ljóð þetta úr skáldsögunni Heimsljósi. Jakob Hallgrímsson Sum skáld hafa ort til að halda lífi sínu. Egill Skallagrímsson orti Höfuðlausn. Niðursetn- ingurinn Ólafur Kárason orti Kvœðið til hinnar heittelskuðu, og fékk daginn eftir að borða einsog annað fólk. Líneyk veit ég lángt af öðrum bera létta hryssu í flokki staðra mera, fagurey meö fimar tær frýsar ’ún hátt og bítur og slær. Ó blessuð mær! Kristilega kærleiksblómin spretta kríngum hitt og þetta. Allir vildu þeir eftir henni keppa, aungvum trúi ég lukkaðist ’ana að hreppa, þartil loks hún fróman fann fjáreiganda og útgerðarmann með sóma og sann. Kristilega kærleiksblómin spretta kríngum hitt og þetta. Brennivín í hófi ’ún fær hjá honum, hvítasykur og gráfíkjur að vonum, gerist ’ún ekki grimm og Ijót gefur ’ann ’enni Fótarfót og flest sitt dót. Kristilega kærleiksblómin spretta kríngum hitt og þetta. HLJÓÐABUNGA 67

x

Hljóðabunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.