Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 4

Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 4
4 Systkini, þið, sem hafið veitt sannleika Guðs orðs viðtöku, hvaða þátt viljið þið eiga í síð- ustu viðburðum hoimssögunnar? Gerið þið ykkur grein fyrir mikilvægi þessa atriðis? Gerið þið ykkur grein fyrir hinu mikla undir- búningsstarfi, sem fram fer bæði á himni og jörðu? Allir, sem hafa veitt ljósinu viðtöku og fengið tækifæri til að lesa og hlýða á spá- dómana, ættu að gefa gaum að innihaldi þeirra, „því að tíminn er í nánd. Enginn skyldi eiga neitt saman við synd að sælda. ... Eða halda áfram í deyfð og heimskulegu hirðuleysi. Lát- ið ekki sálarheill ykkar hanga á heljarþröm óvissunnar. Verið viss um, að þið séuð Guðs megin. Spyrjið af auðmjúku hjarta: Hver mun fá staðizt? Hafið þið kostað kapps um að vanda til uppbyggingar lyndiseinkunnar ykkar á þessum síðustu, dýrmætu stundum náðartímans? Hafið þið hreinsað sálir ykkar af öllu illu? Hafið þið fylgt ljósinu? Eru verk ykkar í samræmi við trúarjátningu ykkar? „Vinna mýkjandi og göfgandi áhrif Guðs náðar á ykkur? Eru hjörtu ykkar næm, augu ykkar sjáandi og eyru ykkar heyrandi? Hefur boðun hinna eilífu sanninda um þjóðir jarðar- innar verið til eihskis gagns? ... „Ef þið vanrækið eða skeytið engu viðvör- unum Guðs, ef þið alið með ykkur synd eða afsakið hana, innsiglið þið örlög sálar ykkar. ... Vinnum heilshugar með eilífðina fyrir aug- um, meðan náðartíminn varir og meðan Jesús er milligöngumaður okkar.“ Test. 6b 404 405. Mætti þessi Bænavika verða til þess að vekja sérhvert okkar til að undirbúa okkur fyrir þann dag, þegar hin trúu og bíðandi börn Guðs segja með fögnuði: „Þessi er vor Guð, sem vér vonuðum á að hann mundi frelsa oss.“ Mættum við öll verða meðal þeirra, sem þráð hafa opinberun hans.

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.