Bænavikan - 07.11.1959, Síða 6

Bænavikan - 07.11.1959, Síða 6
6 té, enda þótt vér værum dauðir vegna mis- gjörða vorra, endurlífgað oss ásamt með Kristi, ... til þess síðan á komandi öldum að sýna hinn yfirgnæfandi ríkdóm náðar sinnar með gæzku sinni við oss í Kristi Jesú. Því af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú; og það er ekki yður að þakka, heldur Guðs gjöf. ... Nú þar á móti, síðan er þér bunduð banda- lag við Krist Jesúm, nú eruð þér, sem einu sinni voruð fjarlægir, nálægir orðnir fyrir blóð Krists. ... Þess vegna eruð þér ekki framar gestir og aðkomandi, heldur eruð þér samþegnar hinna heilögu og heimamenn Guðs“ (4 5. 7. 8. 13. 19. v.). Nú getum við betur skilið Róm. 6,23: „Því að laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf fyrir samfélagið við Krist Jesúm, Drottinn vorn.“ Við skiljum einnig orð Jesú, er hann segir: „Ég er upprisan og lífið; Sá, sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi. Og hver sá, sem lifir og trúir á mig, hann skal aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?“ (Jóh. 11, 25. 26). Þetta varð mögulegt, bróðir og systir, vegna þess að Guð elskaði þig svo mikið, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að þú, við það að trúa, skyldir ekki glatast, heldur hafa eilíft líf. Enginn annar frelsari. Já, það er fyrir Jesúm, son hins hæsta, að við erum frelsuð. Vegna þessa hélt Páll áfram og sagði: „Svo er þá nú engin fyrirdæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú; því að lög- mál lífsins anda hefur fyrir samfélagið við Krist Jesúm frelsað mig frá lögmáli syndar- innar og dauðans“ (Róm. 8, 1). „Sjá, ég segi yður leyndardóm: Vér munum ekki allir sofna, en allir munum vér umbreytast ... því að lúðurinn mun gjalla, og hinir dauðu munu upp- rísa óforgengilegir, og vér munum umbreytast. ... En þegar þetta hið forgengilega hefur íklæðzt óforgengileikanum og þetta hið dauð- lega hefur íklæðzt ódauðleikanum, þá mun rætast orð það, sem ritað er: Dauðinn er uppsvelgdur í sigur. En syndin er broddur dauðans. Guði séu þakkir, sem gefur oss sigur- inn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist (1 Kor. 15, 51. 52. 54. 56. 57). Það var líklega vegna þessa, að Pétur og Jóhannes hikuðu ekki við að játa trú sína á Jesú, frelsara heimsins, frammi fyrir æðstu prestunum, höfðingjunum, leiðtogum og fræði- mönnum Gyðinga, er þeir sögðu: „Og ekki er hjálpræðið í neinum öðrum, því að eigi er held- ur annað nafn undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða“ (Post. 4, 12). Já, Pétur og Jóhannes vildu segja einmitt það, sem felst í þessum orðum: Jesús einn er frelsari. Við lesum í The Desire of Ages (Þrá ald- anna). „Satan hafði öldum saman snúið mönnunum frá Guði með heiðindómnum, en stærsta sigur- inn vann hann, er hann rangfærði trúarbrögð ísraels. Heiðingjarnir höfðu glatað þekking- unni á Guð við það að íhuga og tilbiðja sínar eigin hugmyndir og sukku æ dýpra í spillingu. Þannig varð það líka með ísrael. Sú megin- regla, að maðurinn geti frelsazt fyrir eigin verk, er grundvöllur allra heiðinna trúar- bragða, og hún varð einnig meginregla hinna gyðinglegu trúarbragða. Syndin var gerð að vísindagrein og lösturinn að þætti í trúar- brögðunum." (bls. 35, 37). „Syndafyrirgefning fæst aðeins fyrir verð- leika Krists. Engin maður eða mannleg heild hefur mátt til að losa sálina við sekt. Kristur fól lærisveinum sínum að prédika fyrirgefn- ingu syndanna í nafni sínu meðal allra þjóða. Nafn Jesú er eina nafnið undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða.“ (S. b. 806). í Vegurinn til Krists lesum við: „Enginn annar en sonur Guðs gat endur- leyst okkur, því að enginn gat opinberað föður- inn nema sá, sem var eitt með honum. Þeim einum, sem þekkti hæð og dýpt kærleika Guðs, var auðið að opinbera hann. Ekkert minna en fórnin, sem Kristur færði fyrir fallið mann- kyn, gat tjáð kærleika föðurins til mannanna. „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn!“ Hann gaf hann ekki aðeins til þess að hann skyldi lifa meðal mann- anna, bera syndir þeirra og deyja fyrir þá, heldur gaf hann hinu fallna mannkyni sjálfan hann. Kristur átti að verða eins og maður, tileinka sér hugðarefni þeirra og þarfir. Hann, sem var eitt með Guði, batzt mannanna böm- um þeim böndum, sem aldrei verða rofin. Hann fyrirverður sig ekki fyrir að kalla mennina

x

Bænavikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.