Bænavikan - 07.11.1959, Page 9
9
falla fram og tilbiðja líkneski það, er ég hefi
gjöra látið, þá nær það ekki lengra, en ef þér
tilbiðjið það ekki, þá skal yður samstundis
vera kastað inn í eldsofn brennandi, og hver
er sá guð, er yður megi frelsa úr mínum hönd-
um?“ (Dan. 3, 14. 15.)
Það hefði verið auðvelt fyrir þessa menn að
láta undan vegna ótta við dauðann, þegar þeir
heyrðu þessa skipun, ef sannfæring þeirra
hefði ekki verið á traustum grundvelli byggð.
Staða þeirra bauð upp á frægð og áhrifamátt,
en þeir skildu til fulls, að æðsta skylda manns-
ins er að sýna Guði trúmennsku allt til dauða.
Orð Guðs var öllu æðra. Ef eitthvað, sem fyrir
þá kom í lífinu, braut í bága við það, vissu
þeir, að þeim bar að standa Guðs megin. Trú
þeirra haggaðist ekki við orð konungsins, held-
ur svöruðu þeir án þess að hika: „Vér þurfum
ekki að svara þér einu orði um þetta. Ef Guð
vor, sem vér dýrkum, getur frelsað oss, þá
mun hann frelsa oss úr eldsofninum brennandi
og af þinni hendi, konungur; en þótt hann
gjöri það ekki, þá skalt þú samt vita, konung-
ur, að vér munum ekki dýrka þína guði, né til-
biðja gull-líkneskið, sem þú hefir reisa látið.“
(Dan. 3, 16—18.)
Árangurinn af þessu varð sá, að Nebúkad-
nezar varð að viðurkenna fyrir öllum, að Guði
bæri heiður og dýrð. „Síðan hóf konungur þá
Sadrak, Mesak og Abeð-Negó til stórra mann-
virðinga í Babelhéraði." (Dan. 3, 30.) Þeir
öðluðust því „líf og nægtir.“ (Jóh. 10, 10.)
Meðan þurrkurinn stóð yfir á dögum Elía,
„kom orð Drottins til hans, svolátandi: Far þú
héðan og hald austur á bóginn, og fel þig við
lækinn Krít, sem er fyrir austan Jórdan. Og
þú skalt drekka úr læknum, og hröfnunum hef
ég boðið að fæða þig þar“. (1. Kon. 17, 2—4.)
Seinna „kom orð Drottins til hans svolátandi:
Tak þig upp og far til Zarpat, sem liggur undir
Zidon og sezt þar að; sjá, ég hefi boðið ekkju
nokkurri þar að fæða þig.“ (1. Kon. 17, 8. 9.)
Þess konar lifnaðarhættir eru með öllu óal-
gengir, og menn gera sér þá ekki auðveldlega
að góðu, en þetta var orð Guðs, og fyrir það
hélt Elía lífi.
Menn halda, að þeir eigi vizku og skynsemi
og finnst orð Guðs ekki vera í samræmi við
óskir sínar. „Vér skulum sjálfir fæða oss og
klæða,“ (Jes. 4, 1.), segja þeir. „Þeir fara
hver sinna ferða, líta allir á sinn eiginn hag.“
(Jes. 56, 11.)
í skammsýni sinni langar manninn stundum
til, eins og sagt er í einni af dæmisögum
Krists, að rífa niður gömlu hlöðurnar og
byggja aðrar stærri, svo að nóg rúm verði
fyrir forða hans og auðæfi, og hann segir síð-
an við sál sína: „Sál mín, þú hefir mikil auð-
æfi, geymd til margra ára; hvíl þig nú, et og
drekk og ver glöð. En Guð sagði við hann:
Heimskingi, á þessari nóttu verður sál þín af
þér heimtuð.“ Sá, sem þannig lætur ógert að
hugsa um andlegan hag sinn, „er ekki ríkur
hjá Guði.“ (Lúk. 12, 16—21.)
Eftir skírn sína, var Jesús „leiddur af and-
anum út í óbyggðina, til þess að hans yrði
freistað af djöflinum; og er hann hafði fastað
f jörutíu daga og f jörutíu nætur, tók hann loks
að hungra. Og freistarinn kom og sagði við
hann: Ef þú ert Guðs sonur, þá bjóð þú, að
steinar þessir verði að brauðum." (Matt. 4,
1—3.)
Það var á Krists valdi að framkvæma slíkt
kraftaverk; hann gerði það síðar öðrum til
blessunar. En hann vildi ekki gera krafta-
verk til að afsanna þá getgátu, að hann væri
ekki sonur Guðs. Líkaminn þráði brauð, en
Kristur stóð stöðugur í orði Guðs. Hann vildi
ekki forsmá fyrirheit Guðs og setja traust sitt
á líkamlegt viðurværi. Fæða Krists var að
gera vilja þess, sem sendi hann og fullkomna
verk hans, (Jóh. 4, 34.) Hann langaði ekki til
að hindra verk hjálpræðisins vegna brauðs.
Hann, sem var fæddur undir lögmáli, „til þess
að hann keypti lausa þá, sem voru undir lög-
máli“, (Gal. 4, 4. 5.), getur sóð aumur á veik-
leika okkar, því að hans var „freistað á allan
hátt eins og vor“, (Heb. 4, 15.) Hann vissi, að
mennirnir myndu ekki geta boðið steinum að
verða að brauði, ef þeir væru hungraðir. Til
þess að geta orðið frelsari mannkynsins, varð
hann að vinna sigur yfir freistingum í að-
stöðu hins dauðlega manns. Hann varð að
vinna þar sigur, sem hinum gamla Adam mis-
tókst.
I The Desire of Ages lesum við: „Þegar
Kristur sagði við freistarann: ,Maðurinn lifir
ekki á brauði einu saman, heldur á sérhverju
orði, sem fram gengur af Guðs munni', endur-
tók hann orðin, sem töluð höfðu verið til Isra-