Bænavikan - 07.11.1959, Qupperneq 18
18 —
Jesúm Krist öllum heiminum. Þetta er gífur-
legt hlutverk. Margbreytilegir menningarhætt-
ir, fjöldi flókinna tungumála og margvísleg-
ar stjórnmálastefnur skapa erfið vandamál,
sem virðast óleysanleg frá mannlegu sjónar-
miði séð. Þörfin á leiðtogum og fjárhagsleg-
um stuðningi í þessu víðtæka ætlunarverki er
gífurleg. Mannmergðin í heiminum, sem er
dreifð út til yztu endimarka jarðarinnar, bíður
eftir fullkomnun þessa verks. Kæru lesendur,
hugsið um alla_ íbúana á hnetti okkar, 2,7
billjón talsins! Á hverju ári er fjölgun þeirra
30—35 milljónir! Milljónir þeirra hafa aldrei
heyrt eða lesið fagnaðarboðskapinn.
Guð hefur í náð sinni og miskunn gert
aðventfólkinu það mögulegt að efla starf sitt
með trúboðsstöðvum víðs vegar um heim.
Kirkjur hafa verið reistar og söfnuðir mynd-
aðir í flestum löndum heims. Bókmenntir hafa
verið gefnar út á 24 tungumálum. Heilsuhæli
hafa verið stofnuð um allan heim, sem eru
starfrækt af læknum og hjúkrunarliði. Prestar
og trúboðar vinna að útbreiðslustarfi á 787
tungumálum og mállýzkum. Safnaðarmeðlimir
hvarvetna í heiminum hafa fúslega og örlát-
lega helgað syni sína og dætur þessu ætlunar-
verki að boða heiðingjunum kristni. Heitar,
einlægar og kærleiksríkar bænir hafa stigið
upp til Guðs um blessun hans á þessu víðtæka
verki frá fólki, sem er sameinað í heilögu
áformi um að ljúka starfinu. En því er enn
ekki lokið.
Samkvæmt skýrslum Sameinuðu þjóðanna
eru 208 lönd og ríki í heiminum. Sjöunda dags
aðventistar starfa í 185 löndum, sem innihalda
98% af íbúatölu heimsins. Margra þjóðflokka
í þessum 185 löndum hefur ekki enn verið náð
til með boðskapinn um endurkomu Krists. Frá
einu starfsvæði, sem rækt hefur verið í rúml.
60 ár, berast þær fréttir, að innan endimarka
þess séu 135 borgir hver um sig með 10.000
íbúa eða fleiri, og að skipulegt starf sé hafið í
aðeins 38 þessara borga. 1 öðru starfsvæði, þar
sem starf hófst stuttu fyrir síðustu aldamót,
eru 242 borgir hver með 10.000 íbúa eða fleiri,
en í 117 þeirra hefur enn ekki verið starfað.
Þegar við virðum þetta ófullgerða ætlunar-
verk fyrir okkur, er okkur næst að álíta, að
faðir okkar á himnum vilji, að við sýnum meiri
andlegan áhuga fyrir því að útbreiða boðskap-
inn, bæði heima og að heiman. Lokaþætti
starfsins er lýst í Opinberunarbókinni á eftir-
farandi hát’t: „Eftir þetta sá ég annan engil
stíga ofan af himni og hafði hann mikið vald,
og jörðin Ijómaði af dýrð hans“ (Op. 18, 1).
Við vitum, að við verðum að fórna miklu og
sýna meiri kostgæfni og að samheldni er nauð-
synleg, til þess að málefni Guðs eflist og beri
sigur úr býtum. Guð vill, að við horfumst í
augu við lokaþátt starfs hans með trú, trausti
og hugrekki, því að við vitum, að þetta gífur-
lega átak, hið stærsta og háleitasta, sem sagan
getur um, verður til lykta leitt fyrir mátt
Heilags anda og í honum. Stærstu sigrarnir
vinnast „ekki með valdi né krafti, heldur fyrir
anda minn, segir Drottinn hersveitanna."
Eitt af þýðingarmestu atriðunum í kenningu
Krists lærisveinunum til handa var samheldni
og eining þeirra á milli. Fyrirmynd þessa var
einingin, sem ríkti milli hans sjálfs og föður-
ins. „Allir eiga þeir að vera eitt, eins og þú,
faðir, ert í mér og ég í þér, eiga þeir einnig
að vera í okkur; til þess að heimurinn skuli
trúa, að þú hafir sent mig,“ (Jóh. 17, 21) sagði
hann.
Páll postuli talar um einingu í Andanum í
Efesusbréfinu. Hann leggur áherzlu á, að
söfnuðurinn komist ekki aðeins á þann stað,
þar sem eining ríki, heldur ætti einingin að
vera dygð, sem stöðugt dafnar innan safnaðar-
ins. Bæði lærðir og leikir innan safnaðarins
ættu umfram allt að keppa eftir einingu.
Skýrasta einkenni postulasafnaðarins var
andi einingar. Þetta var undirstaða máttar og
styrks í hinu kristna útbreiðslustarfi á þeim
tíma. Boðberum fagnaðarerindisins er það
nauðsynlegt, að söfnuðurinn sameinist í bæn-
um fyrir þeim.
1 upphafi var kristnin samheldin og einhuga
hreyfing, og við getum vænzt þess, að andi
einingar og samræmis muni einkenna hana,
þegar hlutverk hennar verður til lykta leitt.
Eining safnaðarins verður fyrst að skapast
með einstökum meðlimum hans, sem eiga að
sameinast bræðrum síns eigin safnaðar, síðan
milli starfssvæða og trúsystkina um allan
heim. Menning getur hjálpað okkur til að
sameinast trúsystkinum okkar. Persónuleg
kostgæfni í að rækta með sér skilning á hög-
um annarra hjálpar mjög mikið til að skapa
æskilega einingu, en samt sem áður verðum
við öll að skilja, að Heilagur andi er hið eina,