Bænavikan - 07.11.1959, Page 22

Bænavikan - 07.11.1959, Page 22
— 22 ræknisalda gengur yfir. í því sambandi er Austur-Afríku ungmennamótið, sem haldið var í Nairobi í september 1958, e. t. v. stærsta skrefið í sögu starfsins árið 1958. Hið ómögu- lega gerðist. 1.600 aðventunglingar komu víðs- vegar að úr Austur-Afríku til mótsins til að fá blessun Guðs og sneru heimleiðis innblásn- ir þeirri kennd að þeir væru hluti mikillar heimshreyfingar, sem hefur himneskt en ekki jarðneskt takmark. Forsjón Guðs leiðbeinir okkur. Á tólf mán- uðum, eða til 30. sept. 1958, voru 16.529 sálir skírðar. Starfið eflist, og söfnuðurinn vex svo ört, að við getum tæplega fylgzt með þróun- inni, og skapar þetta talsverð vandamál.“ í Miö-Ameríku er meðlimatalan komin yfir 125.000. Samkvæmt skýrslu frá C. O. Franz ritara deildarráðsins voru samkomur haldnar snemma á árinu 1958 í sykurreyrhéraði einu á Jamaica. Samkomutjald var reist á stað, sem áður hafði verið notaður fyrir spilavíti, og skemmtanafíknir þorpsbúar komu þangað í von um, að eitthvað spennandi væri þarna á ferðinni. Þegar samkomur höfðu verið haldn- ar um skeið, hétu margir því að reynast Guði trúir á sama staðnum og þeir höfðu spilað fjárhættuspil áður. 28. september voru rúml. 1000 manns sjónarvottar að skírn, sem fram fór í á í grenndinni. 21 gerðu sáttmála við Guð í skírninni. í þessari starfsdeild eru framfarirnar örast- ar í Colombíu og Venezuela. Meðlimatala þar hefur þrefaldazt síðustu tíu árin, þrátt fyrir ofsóknir og borgarastyrjöld. Hvíldardag nokk- urn voru átta menn skírðir í fljóti, sem rann um landareign safnaðarins í þorpi einu. Allt í einu komu lögreglumenn þorpsins og tóku starfsmenn okkar fasta fyrir að halda sam- komu á þeim stað, sem bannað væri að boða mótmælendatrú. Biblíur, sálmabækur og hvíld- ardagsskólalexíur voru gerðar upptækar, kirkjan innsigluð og leiðtogunum varpað í fangelsi. Fangarnir voru brátt umkringdir forvitn- um hermönnum, lögreglumönnum og föngum. Þeim var skipt í sex hópa, og fékk hver um sig að heyra aðventboðskapinn. Áheyrendur voru djúpt snortnir. Daginn eftir gengu fangarnir undir yfir- heyrslu. Þeir voru hart víttir og þeim hótað, en síðan látnir lausir. Strax á eftir fengu þeir sér bifreið og fóru til annars þorps, þar sem í ráði var að hafa aðra skírnarathöfn. Að henni lokinni, flýttu starfsmennirnir sér í burtu og glöddust yfir handleiðslu Guðs og góðum árangri." Ef við förum til Austurlanda fjær, sjáum við einnig handleiðslu Guðs anda, sem opnar Aðventista, sem var þátttakandi hollenzks Boerhanoe’ddin, sem snerist frá múhameds- trú, er nú virkur aðventstarfsmaður og hefur ritað bók, sem heitir: „Kristur í Kóraninum“ á indónesísku. Þessi bók hefur komið út í fjórum útgáfum í 10.000 eintökum í hvert sinn og vekur mikla athygli. Áhugi hefur vaknað og nýir hópar manna, sem halda hvíldardaginn, myndast. í fjöllum Vestur-Nýju Guineu gerast krafta- verk afturhvarfs. K. Tilstra segir frá ungum aðventista, sem var þátttakandi hollensks vísindaleiðangurs árið 1957 og dvaldi í fleiri vikur meðal Bora Bora fólksins. Við prédikun hans breytti það skjótt um óguðlega háttu sína og drakk í sig sögu hjálpræðisins. Nú dvelur einn af Papuan kennurum okkar hjá því og uppfræðir það betur. Það hefur hafið gróðursetningu fagurra garða og er að byggja steinkirkju, sem mun rúma 300 manns, svo að það geti boðið nágrannakynflokknum að hlusta á boðskap kennara síns. Það hefur látið af bardagavenjum sínum, þjófnaði og drykkju- skap. Þegar mennirnir byggðu kirkjuna, settu þeir timburstoð í hana, svo að hún varð skökk. Daginn eftir rifu þeir fúslega niður það, sem með þurfti til að rétta bygginguna við. „Líf okkar hefur ummyndazt og við viljum ekki hafa neitt hallandi í Guðs húsi,“ sögðu þeir. Nemendur Taiwan trúboðsskólans eru kín- verskir og af Tyal kynþættinum, sem býr í fjöllunum í nágrenni skólans. Þeir hafa mik- inn áhuga fyrir kristniboðsstarfi og eru byrj- aðir á að uppfræða Tyal-kynþáttinn um sann- indi Biblíunnar. Þetta starf hófst með biblíu- lestrum með myndaútskýringum og aðhlynn- ingu hjúkrunar- og læknaliðs skólans á sjúk- um. W. K. Nelson biblíukennari skólans segir frá því, að sjúkrastöð og tvær kapellur hafi verið byggðar, þegar ár var liðið frá því að starfið hófst, og 43 meðlimir áunnizt vegna starfs þessara nemenda. Kristniboðið stendur með miklum blóma á okkar dögum. Á Hawaiieyjum er ný aðvent-

x

Bænavikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.