Bænavikan - 07.11.1959, Page 23

Bænavikan - 07.11.1959, Page 23
— 23 — kirkja risin upp á strönd Oahu eynnar. Það var fyrir tilstilli eins safnaðarbróður og konu hans, að þessi kirkja varð til. Áður fyrr voru þau andadýrkendur, en þau ákváðu að gerast kristin, vegna þess að trú feðra þeirra var þeim ónóg. Þau þjónuðu Guði eftir beztu vit- und, þótt þau væru ekki áhangendur neinnar sérstakrar trúarhreyfingar, og byggðu sam- komuhús, þar sem þau og vinir þeirra gátu tilbeðið Guð. Þá var það að aðventbóksali fann þetta fólk. Samkomur voru haldnar, og þegar fólkið heyrði sannleikann, tók það með gleði við þessari nýju trú. í þakklætisskyni við Guð, gáfu hjónin aðventkristniboðinu sam- komuhúsið, og þannig bættist nýr hlekkur í —------<-í« keðju hinnar heimsvíðtæku aðventhreyfingar. Það er sagt um kristnina, að hún sé eitt af sterkustu öflunum í mannkynssögunni. En hún er meira en það, hún er eitt af sterkustu öflunum í örlögum heimsins — hinum guð- legu örlögum. Við erum ekki aðeins áhorfend- ur þessarar miklu krossferðar, heldur þátt- takendur, tæki í Guðs hendi til að undirbúa endurkomu Krists veg. Áður en þessu starfi lýkur með sigri, verðum við að gefa allt: bænir okkar, þjónustu okkar, æsku okkar og fjármuni í þakklætisskyni við Guð og vegna kærleika til meðbræðra okkar. Megi Guð gefa okkur styrk til að gera okkar hluta. Lestur fyrir föstudaginn 13. nóvember 1959. „Heiminum að augnagamni“ EFTIR ANDREW C. FEARING starfsmann hjá Aðalráði Aðventsamtakanna. „Því að vér erum orðnir heiminum að augnagamni, bæði englum og mönnum“ (1 Kor. 4, 9). Augnagaman er eitthvað óvenju- legt og markvert, sem sýning er haldin á. Orðið ,,augnagaman“ á okkar máli er þýtt úr gríska orðinu theatron, sem táknar „leik- sýningu" eða „sjónarsvið”. Kristnir menn eru þess vegna sjónarsvið, athyglisverður mið- punktur, ekki aðeins fyrir þeim, sem næst okkur standa, heldur og alheiminum. Við er- um eins konar sýning á því, hvernig óendan- leg náð Guðs og endurleysandi máttur fram- kvæmir undraverða lundernisummyndun. „í miskunnsemi sinni og náð veldur Guð breytingu á hjarta mannsins. Hann fram- kvæmir svo undraverðar breytingar, að Satan með allt sitt sjálfshól og vélráð gegn Guði og lögum ríkis hans stendur magnþrota gagn- vart þeim. Það er honum óleysanleg ráðgáta. Englar Guðs, Kerúbar og Serafar og þau máttarvöld, sem ætlað er að samstarfa með mannlegum erindrekum, horfa með undrun og aðdáun á hvernig fallnir menn, sem eitt sinn voru börn reiðinnar, móta lunderni sitt fyrir tilverknað Krists eftir guðlegri fyrir- mynd og verða synir og dætur Guðs, sem eiga hlutdeild í gleði og athafnasemi himins- ins.“ Test. to Min. 10. Við skulum líta á nokkur af þeim leyndu öflum, sem Heilög Ritning talar um og Guð getur göfgað og dregið fram í okkur. Fyrirmynd. Postulinn Páll skrifar ungum samverkamanni sínum og segir: „Sýn þig sjálfan í öllum greinum sem fyrirmynd góðra verka“ (Tít. 2, 7). Fyrirmynd er leiðbeining, sem einhver hlutur er mótaður eftir, það er eitthvað eftirbreytnisvert. Með hverri athöfn í lífinu sýnum við eða birtum fordæmi annað

x

Bænavikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.