Bænavikan - 07.11.1959, Page 27

Bænavikan - 07.11.1959, Page 27
— 27 augnabliki, því að „Drottinn mun koma öllu vel til vegar fyrir mig.“ (Sálm. 138, 8.) Sir Hubert von Herkomer, höggmyndasmið- urinn frægi, hafði föður sinn hjá sér síðustu árin, áður en gamli maðurinn dó. Á daginn •vann faðirinn, sem líka var höggmyndsmiður, að leirmótun, en vanmáttur stirðnaðra fingra hans hindraði hann í að gera það, sem list hans bauð honum. Síðar á kvöldin athugaði sonur hans lélegan árangur hinnar þverrandi hagleikni föður síns. Á fáeinum mínútum fullkomnaði hann það, sem faðir hans hafði verið að gera. Morguninn eftir leit faðirinn yfir handaverk sín frá deginum áður. Andlit hans ljómaði og hann hrópaði upp yfir sig: „Sjáðu bara! Þetta er betra en ég hélt. Eg get gert betur en é ghélt, að ég gæti gert!“ Kæru vinir, það er ekki mikið jafnvægi eða fegurð í tilraunum okkar, en Guði séu þakkir fyrir, að hann vill koma öllu vel til vegar fyrir okkur strax í dag. Hinn mikli myndasmiður biður okkur um að lofa sér að endurleysa, endurreisa og móta okkur eftir fegurð síns eigin lífs. Þegar við leyfum hendi hans að snerta okkur, verðum við „heiminum að augna- gamni, bæði englum og mönnum“. Lestur fyrir hvíldardaginn 14. nóvember 1959. „Heíjið upp augii yðrtr lítitl á akranaM EFTIR E.G.WHITE. (Bænavikulestur hvíldardagsins 14. des. 1912), Orð frelsarans: „Þér eruð ljós heimsins", benda til, að hann hafi falið fylgjendum sín- um heimsvíðtækt ætlunarverk. Á sama hátt og geislar sólarinnar ná til yztu endimarka jarðarinnar hefur Guð áíormað, að ljós fagn- aðarerindisins nái til hvenar mannveru á jörð- unni. Ef söfnuðurinn uppfyliti áform Guðs, myndi ljós hans skína á alla þá, sem í myrkri sitja og eru í skugga dauðans. í stað þess að hópast saman og sneiða hjá ábyrgð og kross- burði myndu meðlimir safnaðarins dreifa sér út um öll lönd og láta ljós Krists lýsa út frá sér, vinna eins og hann að frelsun sálna, og þá mundi „boðskapurinn um ríkið“ fljótlega berast út um allan heim. Makedóníukallið: „Komið yfir og hjálpið oss“ berst frá mörgum löndum. Guð hefur opnað landsvæði fyrir okkur. Himneskar ver- ur hafa samstarfað með mönum. Forsjón Guðs fer fyrir okkur, og guðlegur máttur samein- ast mannlegum tilraunum. Þeir hljóta í sann- leika að vera blindir, sem ekki geta komið auga á handleiðslu Guðs, og þeir heyrnarlausir, sem ekki heyra kall hins sanna hirðis til sauða sinna. Sumir hafa heyrt kall Guðs og svarað því. Hver sannkristinn maður ætti að svara honum núna með því að leitast við að boða hinn lífgefandi boðskap. Vilji menn og konur gegna því starfi, sem Guð hefur gefið þeim og falið, með auðmýkt og trúmennsku, mun guðlegur máttur opinberast og margir veita fagnaðarerindinu viðtöku. Tilraunir þeirra munu bera undraverðan árangur. Guð býður fólki sínu hvarvetna í heiminum að sá meðfram öllum vötnum. Það kostar mikið að hlýða þessu boði. Það kostar að við

x

Bænavikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.