Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1940, Síða 17

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1940, Síða 17
15 Þá skal farið nokkrum orðum um aðgerðir hins opinbera, er miða að heilsuvernd og lækningu sjúkdóma í senn. Má þar fyrst nefna, að ríkið sér stúdentum þeim, er nema vilja læknisfræði, fyrir kennslu ókeypis. Heilbrigðisstjórnin setur reglur um veitingu lækningaleyfis og um þá framhaldsmenntun, sem krafizt er, hæði til að öðlast almennt leyfi og sérfræðingaleyfi. Ræður hið opinbera því kröfunum, sem gerðar eru um undirbúning læknanna fyrir starfið, og stuðlar að því, að hægt sé að fullnægja þeim með því að reka ríkisspítala sem kennslustofnun. Þá annast ríkið einnig að öllu leyti menntun ljósmæðra, og hjúkr- unarkvenna að mestu teyti. Störf allra þessara aðila miða bæði að heilsu- vernd og lækningu sjúkdóma í senn, og verður nánar vikið að því síðar. Mörg þeirra lagafyrirmæla, er áður var getið, hafa einnig miðað að lækn- ingu sjúkdóma; má þar nefna herklavarnalögin, kynsjúlcdómalögin og holdsveikislögin. Berklasjúklingar fá vist á heilsuhælum á opinberan kostnað að mestu leyti. Ríkið lætur framkvæma skipulagsbundna leil að herklasjúklingum og smitberum og rekur heilsuhæli, er taka við þeim. Sjúklingar með kynsjúkdóma eig'a aðgang að læknishjálp á opinberan kostnað og sjúkrahúsvist, sé hennar þörf. Þá rekur ríkið holdsveikra- sj)ítala. Ríkið ber einnig að mestu leyti kostnaðinn af hælisvist vegna geð- veiki, og heyrnar- og málleysingjaskóli starfar í Reykjavík á kostnað þess. Þess var áður getið, hvern þált hið opinbera ætti í menntun lækna, ljósmæðra og hjúkrunarkvenna. En auk þess, sem þar var sagt, greiðir ríkið 50 héraðslæknum föst laun. Þeir eru embættismenn heilbrigðisstjórnarinnar og skyldugir til að láta sjúklingum sínum í té læknishjálp eftir opinberri gjaldskrá. Auk héraðslæknanna greiðir hið opinbera kennurum læknadeildar og lækn- unum við ríkissjúkrahúsin föst laun. Um 200 ljósmæður eru launaðar af hinu opinbera, að nokkru af sveitarfélögum, en að nokkru af ríkinu. Þeir, sem vitja þeirra, skulu greiða þeim í samræmi við opinbera gjaldskrá. Allmargar hjúkrunarltonur vinna sem opinberir starl'smenn, hæði á sjúkrahúsum ríkis og' sveitarfélaga og að heilsuverndarstarfsemi, t. d. við berklavarnir og sem skólahjúkrunarkonur. Allir þessir aðilar, læknar, Ijósmæður og hjúkrunarkonur, vinna að heilsuvernd meðal almennings, bæði af embættisskyldu, en eigi síður af hinu, að það leiðir af starfinu, en aðalverkefnið er þó að fást við sjúk- dóma. Hér að framan hefur verið rakið nokkuð, á hvern hátt löggjafar- valdið hefur markað stefnuna í heilbrigðismálunum, og er þó mörgu sleppt. í stuttu máli má segja, að stefnan hafi verið sú að vernda þjóðar- heildina fyrir því, sem sérstök vá þótti stafa af. Jafnframt er unnið að því, að einstaklingurinn eigi þess kost að leita sér heilsuverndar og lækningar, og er þetta einkum gert með því að ráða áltveðinn fjölda lækna í opinbera þjónustu, er láti hjálp sína í lé gegn ákveðnu vægu gjaldi. Enn fremur rekur ríkið sjúkrahús fyrir sérstaka sjúkdóma
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins
https://timarit.is/publication/1877

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.