Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1940, Side 19
17
hi’is fyrir almenna sjúkdóma. Reykjavík á að vísu farsóttahús með 35
rúmum, en mestur hluti þeirra er notaður í þágu ríkisins fyrir berkla-
sjúklinga.
Á Norðurlöndum reka bæjar- og sveitarfélög almenn sjúkrahús og
farsóttahús, og' er sú skylda lögð á með lögum í Svíþjóð. Alls staðar er
þeirri reg'lu fylgt að ákveða dagg'jöldin mjög lág, en halli sjúkrahúsanna
er síðan greiddur af almannafé. Stefna bæjar- og sveitarfélaga, er reka
sjúkrahús hér á landi, er hins vegar sú, að reka beri sjúkrahúsin halla-
laust, og eru því daggjöld ákveðin svo há, að líkur séu til, að það takist.
Hið sama gildir vitanlega uin einkasjúkrahúsin.
Um skipun sjúkrahúsamálanna má segja í stuttu máli, að sæmi-
legur kostur sé á sjúkrarúmum, og hefur sú hlið málsins ráðizt allvel,
en það er einkamál sjúklinganna, hversu þeim tekst að kljúfa kostnað-
inn. Bæjar- og sveitarfélög'in hafa yfirleitt eigi talið sér skylt að létta
þeim veruleg'a róðurinn, þótt þau hefðu á valdi sínu að gera það, en
þriðjung'ur landsmanna á þess eng'an kost að hafa beina ihlutun um
sjúkrahúsakostnaðinn, þar eð forsjón þeirra sér þeim eigi fyrir sjúkra-
í'úmum.
Af því, sem sagt hefur verið liér að framan, er ljóst, að byrðar þær,
er hlutu að hvíla á einstaklingnum vegna sjúkdóma, voru næsta þungar.
Þyngstar voru þær í þéttbýlinu, þar sem dýrast var að lifa, en atvinnu-
skilyrði hins vegar eigi þeim nmn betri en annars staðar almennt. Þar
við bæltist, að opinber aðstoð einstaklingunum lil handa vegna heilsu-
leysis var þar minnst, bæði til að leita læknishjálpar og njóta umönn-
unar í sjúkrahúsum. Það er því engin furða, að margir urðu að leita
hjálpar annarra. Aðstoðin, sem maður gat veitt manni, hrökk skammt,
þegar um var að ræða alvarleg, Iangvinn veikindi, og' því varð það æ
ahnennara, að bæjar- og sveitarfélög urðu að hlaupa undir bagga. Þetta
ástand var á engan hátt æskilegt eða viðunandi, og var því eðlilegt, að
hugmyndin um almennar sjúkratryggingar fengi byr undir vængi.
Sú hugmynd var þó ekki ný. Árið 1911 voru sett lög um sjúkrasam-
lög. Samkvæmt þeim voru sjúkrasamlögin frjáls samtök, er nutu nokk-
urra, opinberra fríðinda. Þau náðu þó litlum vexti, og aðeins um 5%
þjóðarinnar höfðu tryggt sig í sjúkrasamlögum af frjálsum vilja árið
1936. Þetta tómlæti almennings um sjúkratryggingu spáði ekki góðu um
viðhorf hans til skyldulryggingar, og bætti það ekki úr, að umræður urn
rnálið lentu í ljónsgini stjórnmálaþrefs og' flokkadrátta.
Árið 1936 voru sjúkratryggingar gerðar að skyldu í öllum kaupstöð-
um landsins, og' náði þá tryggingin til nærri helinings landsmanna. Öðr-
um sveitarfélögum var gert heimilt að stofna sjúkrasamlög með sömu
réttindum til opinberra fríðinda. Nauðsyn sjúkratrygginga var óve-
fengjanleg. En hitt gat verið vafamál, hversn víðtækar þær skyldu vera.
Sjúkratrygging verður helzt að uppfylla tvö meginskilyrði. Hún verður
að anna hlutverki sínu og' vera ódýr. Hún annar hlutverki sínu, ef sann-
gjarnt hlutfall er milli fjárstyrks hennar og markmiðs.
3