Heimili og skóli - 01.12.1949, Blaðsíða 7
HEIMILI OG SKÓLI
123
um við „sett undir eftirlit“ og það all
strangt. Það var gerð áætlun um, hve
mikið þyrfti að prjónast á hverjum
degi, svo að verkinu yrði lokið á til-
settum tíma, þrátt fyrir allt. Þá var
rekið miskunnarlaust eftir og vinnu-
tíminn lengdur eftir þörfum, en lítið
tillit tekið til veikra krafta og van-
þroska. Sá skóli var harður, en var
hann ekki hollur, þegar alls er gætt?
Rétt er að geta tvenns í þessu sam-
bandi. Hið fyrra er það, að „ætlunar-
verkið“ var ekki meira en það, að því
mátti svo sem hæglega Ijúka fyrir til-
settan tíma með hóglegum vinnu-
brögðum, ef við gættum okkar. Og svo
var hitt, að okkur var heitið einu pari
af sokkum, sem við, máttum sjálf
kaupa fyrir, það er okkur lysti. Það var
til mikils að vinna, — en bundið því
skilyrði, að við liefðum skilað ætlunar-
verkinu á réttum tíma. Þeir, sem kom-
ust undir eftirlit, áttu hins vegar ekki
víst að fá „verðlaunin“. Man ég glöggt,
að þeir fengu þau ekki æfinlega, en þó
stundum, en aldrei án einhverra skil-
yrða, — aukaskilyrða, er þeir hinir
sömu urðu að inna af hendi milli jóla
og nýárs. Ég lield mér sé óhætt að full-
yrða, að það barn, sem einu sinni
komst í þessa kreppu, hafi ekki gleymt
því í bráð og áreiðanlega gætt sín bet-
ur næst. Mætti ekki eitthvað af þessu
læra?
Loksins komu svo jólin. Strax á að-
fangadagsmorgni varð jólanna vart,
fannst okkur krökkunum. Aldrei
þessu vant logaði á kerti hér og þar um
bæinn, þegar við komum á fætur.
Ljóss var víða þörf, og víðar en venju-
leg ljósker hrukku til. Þá var gripið til
kertanna. En hvað blessað kertaljósið
setti hátíðlegan blæ á gamla, kalda bæ-
inn! Fátt hefur snortið mig öllu dýpra
en ljósadýrðin á jólunum, þegar ég
var barn. Hún var ekki stór né rík-
mannleg, litla baðstofan, og dimm
var hún hversdagslega í skammdeginu,
— en barnshjartanu fannst hún verða
höll, þegar búið var að kveikja jóla-
ljósin. Ég man þetta eins glöggt eins
og það hefði gerzt í gær: I rökkrinu
kom húsbóndinn með „kertastikurn-
ar“. Það voru þunnar fjalir, sem gerð-
ar voru oddhvassar í annan endann og
var þeim endanum svo stungið inn í
þar til gerð göt á þiljunum, hring í
kring í baðstofunni. Á fjalirnar voru
svo kertin brædd. Þau voru heima
unnin, úr tólg. Ekki man ég með vissu,
hve mörg ljós loguðu í litlu baðstof-
unni meðan lesinn var lesturinn á
jólanóttina, en færri en 30 hafa þau
varla verið. Húsbóndinn, sem jafnan
las lesturinn, sat við stórt borð. Mig
minnir, að dúkur væri jafnan á það
breiddur og nokkur kerti voru á því.
Fólkið sat á rúmum sínum, meira og
minna prúðbúið. Söngurinn hófst,
Jólin voru komin. Til hátíðabrigðis
voru oft 2 sálmar sungnir á undan og
og versið: Heilög jól höldum í nafni
Krists milli guðspjalls og predikunar-
innar fhúslestursins). Á eftir var
venjulega sungið: Heims um ból og:
Sjá, himins opnast hlið. Sá sálmur var
í miklum metum þá, og jafnvel meiri
en nú gerist, enda eftir gamlan prest
húsbænda minna og foreldra. — Mér
eru þær ógleymanlegar, heimilisguðs-
þjónusturnar á aðfangadagskvöldin í
litlu baðstofunni, þegar ég var barn.
Þá söng ég ekki fyrir siðasakir: