Heimili og skóli - 01.12.1949, Qupperneq 9

Heimili og skóli - 01.12.1949, Qupperneq 9
HEIMILI OG SKÓLI 125 MARIE BENTSEN: Þættir úr sögu Gamle Bakkehus, og skólinn, eins og hann er í dag Hvað meðferð á fáviLum snertir. stöndum við Islendingar enn að mestu leyti á sama stigi o? aðrar menningarþjóðir gerðu fyrir hundrað ár- uin síðan. Síðustu árin hafa einstaka menn lient á. hversu lítið við höfum gert fyrir vanmegna þegna þjóðftlagsins, og virðist nú vera að vakna áhugi fyrir að liðsinna þeim sem bezt. Þar eð fávitahæli verður væntanlega reist áður en langt- um líður, le! ég nauðsynlegt að þeir, sem valdir verða til þess að stjórna slíku h.eli, kynni sér r.ekilega fullkomnustu stofnanir nágrannaland anna, sem veita fávitum hæði kennslu og alla nauðsynlega aðhlynningu. Fullkomnasta fávita- liæli í Danmörk er Gamle Bakkehus í Kaup- inannahöfn; skólastjóri þess. F'loris, er jafnframt kennari í sálarfræði við Hafnarháskóla, og kenn- ir þá grein sálarfræðinnar. sem fjallar um sálar- líf fávita og vitgrannra. — Höfundur þessarar greinar, Marie Bentsen. er kennari við Gamle Bakkehus, en Floris liefur lesið gieinina Vand- lega og samþykkl hana. eins og hún birtist hér í þýðiiigu minni. Olafur Gunnarsson. Framfærsla fávita liófst hér í Dan- mörku um niiðja 19. öld. Ýmsir góð hjartaðir menn báru fjárhagslegar byrðar framfærslunnar, en brátt hljóp ríkið undir bagga með þeim. Enn þann dag í dag eru fávitahælin einka- stofnanir, en njóta ríflegs ríkisstyrks, og ríkið hefur mikil áhrif á rekstur þeirra. Aður en framfærslan hófst, kringum 1850, sá hver fjölskylda um sinn fá- vita. Þeir voru þá oft lokaðir inni, og Dr. Huberr.z, einn mesti velgerða maður fávitanna, segir, að hingað og þangað í Danmörku hafi verið 133 fávitakistur, þ. e. a. s. búr eða kassar, sem fávitarnir voru lokaðir inni i. Á þessum tíma voru örlög fávita og geð- veikra mjög svipuð, því að jafnvel læknarnir þekktu ekki mun á fávit- um og geðbiluðum, fyrr en á 19. öld. Síðan hafa miklar framfarir orðið á þessu sviði. Áður var almennt sjónar- mið, að loka skyldi inni alla, sem gætu orðið þjóðfélaginu til tjóns; nú er reynt að veita fávitum mannleg lífs- skilyrði, og liafa uppeldi og kennsla mikla þýðingu hvað það snertir. Helztu brautryðjendur í baráttunni fyrir bættum kjörum fávita voru franski læknirinn Itard, svissneski læknirinn Guggenbuhl og þýzki upp- eldisfræðingurinn Saegert. Sá árangur, sem náðist í þessum löndum, hafði mikla þýðingu, þegar málsvarar fávit- anna hér í Danmörku hófu baráttu sína fyrir bættum kjörum þeirra. Þrátt fyrir mikið skilningsleysi og andúð, tókst danska lækninum Hii- bertz loks að safna svo miklum pen- ingum, að hann gat stofnað fávitahæl- ið Gamle Bakkehus þ. 15. nóvember 1855. Húsnæði stofnunarinnar var í gömlu stofunum, Kömmu og Knud Lyhne Rahbeks, sent flestir bók- menntavinir munu kannast við, og

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.