Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 8

Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 8
120 HEIMILI OG SKÓLI tímabili beinist því athygli telpunnar mjög að henni sjálfri. Henni þykir sem allir hljóti að vita allt það, sem er að gerast með henni, og þykist hafa veður af því, að á sig sé horft með athygli. Einkum þó það, sem veldur henni áhyggjum, t. d. graftrar- bólurnar, freknurnar á nefinu, á fæt- urna, sem henni íinnast svo stórir o. s. frv. Líkaminn þroskast ekki jafnt. Sum- ir líkamshlutar þroskast fyrr en aðrir. Sérstaklega verða handleggir og fót- leggir óeðlilega langir á þessu tíma- bili. Og það er ekkert gaman að hafa fullt vald á þessum líkama, sem er í svo óstöðugu jafnvægi. Handleggirnir togna alltaf meir og meir, og göngu- lagið verður óstöðugt og vaggandi á þessum löngu fótleggjum. Þetta allt lætur ekki að stjórn, svo að unglingar á þessum aldri eru alltaf að hrasa, velta um borðum og stólum og stíga ofan á tærnar á öðru fólki. Þessi verð- andi unga stúlka er ekki eins aðlað- andi og þegar hún var falleg telpa. Hún finnur þetta sjálf og það gerir hana óhamingjusama. Svo reynir hún að breiða yfir allan klaufaskapinn og hinar innri órólegu tilfinningar sínar með því að verða óeðlilega einbeitt og örugg. Hún verð- ur jafnvel ósvífin og þrætugjörn eins og Berta. Andlega séð gengur þroskinn í bylgjum. Tilfinningalífið verður sterkt, en mjög reikandi. Aðra stund- ina þykist Berta og hennar líkar vera fullþroska og sjálfstæð stúlka. Hún setur sig upp á móti hinum fullorðnu, deilir harðlega á þá og við þá, þiggur engin ráð af þeim, tekur ekki við neinni gagnrýni, boðum eða bönnum. Þær segja „nei“ eða virða að vettugi, eins og Berta, ef þær eru beðnar að taka til í sínu eigin herbergi. En á næsta andartaki þykir þeim sem þær séu einmana, yfirgefnar og óham- ingjusamar. Þá þurfa þær á huggun að halda. Þær þurfa að verða þess var- ar, að þær eigi einhvern, sem þær geti flúið til, einhvern, sem getur vernd- að þær, einhvern, sem sýnir þeim hlýju og kærleika. En allar þessar miklu sveiflur, þessi skrykkjótti þroski, þessi öri vöxtur reynir á taugarnar og veldur þreytu. í skólanum verða þessir nemendur sljóir og „vinna ekki vel“ „nota ekki hæfileika sína“. Heima hjá sér vilja þeir helzt vera lausir við öll störf, eru „þverúðarfullir og fýldir“ eins og það heitir á máli fullorðna fólksins. Þœr eru svo ólíkar. Aldrei er meiri munur á jafnöldr- um en á þessu æviskeiði. í skólabekk með 11—12 ára stúlkum eða 12—13 ára, eru þar jafnan nokkrar stórar og þroskaðar, en aðrar litlar og barns- legar. Hlutverk þeirra sem hækka og þroskast miklu fyrr en bekkjarfélagar þeirra, er ekki alltaf auðvelt. Stúlkan getur að vísu reynt að borða minna til að draga úr vextinum, eða jafnvel reynt að ganga hálfbogin í hnjáliðun- um til að leyna hæðinni,------en —. Og sú, sem hefur snemma á klæðum, lítur oft á það sem eins konar ógæfu, einkum ef hún á ekki trúnað og nær- gætni móður sinnar, eða annarra full- orðinna kvenna, og kærir sig ekki um að verða ein af þeim! Sú telpa, sem þroskast seint hefur einnig sínar áhyggjur. Hún sér að all- ar hinar hækka og þroskast, en sjálf

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.