Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 5

Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 5
Heimili og skóli 18. árgangur Nóvember—desember 1959 6. hefti Innri reynsla jólanna Eftir LOUISE HAVREVOLD Á vissum tímum ársins streymir orka ljóssins með auknum styrk frá æðri veröldum. Eitt af þessum tíma- bilum er jólafastan, en orkustraumur þessi nær hámarki sínu um jólin sjálf. Þegar jólafastan byrjar, skynja margir aukin áhrif friðar og kyrrðar. Það er eins og öll hin ytri náttúra sé þrungin af friði, sem svo streymir í gegnum okkur og fyllir okkur af sér- stakri tilhlökkun. Margir mundu þó geta meðtekið meira af þessum friði, sem við köllum liamingju eða gleði, ef okkar ytra líf væri ekki fullt af óróa, og við gætum komizt hjá því að dragast inn í þenn- an hégómaeril, en gæfum okkur í þess stað tíma til að taka á móti þeim orku- straumum, sem streyma til jarðarinn- ar frá guðdóminum — sérstök útgeisl- un gegnum soninn, Kristsorkan. Það er af þessum ástæðum, að við finnum svo sterk friðaráhrif á jóla- föstunni. Þessi innri friður undirbýr Kristsfæðinguna í okkar eigin hjarta. Eitthvað í meðvitund okkar opnast, lyftist hærra. Það fæðist eitthvað nýtt innra með okkur og gefur lífinu fyll- ingu, og það getur enginn tekið frá okkur aftur. Það liggur þar og vex — eins og barnið vex undir hjarta móð- urinnar. Þess vegna höfum við fengið fæð- inguna, sem tákn þess, sem alltaf ger- ist um hver jól, og þess vegna eru jól- in svo dýrleg. Þetta orkuútstreymi er sent öllurn lifandi verum. Og án þess gætum við ekki notið áhrifa jólanna eins og við gerum. Þá væru hin fögru orð jóla- boðskaparins aðeins máttvana orð. En af því að lífsorka guðdómsins streym- ir til allra lifandi vera, þá fæðist nátt- úran á ný — brum lifnar á tré og runnum, og ósýnileg lífsorka streymir um allt, — ný sköpun fer fram. Ytri klæðnaður guðdómsins, sem við köllum sól, er hinn sýnilegi ljós- gjafi skaparans. Langt aftur í forna fortíð hefur sólin verið tignuð, sem guðdómleg orkulind. Ef við getum skilið, að við erum hluti af allífinu,og að sama lífsorka streymir í gegnum allt líf, þá erum við auðug. Það sem fæðist um jólin í hjörtum okkar á áð lyfta okkur upp úr efnisskel gamla ársins. Innri vitund okkar hefur endur- nýjazt og vaxið. Orka ljóssins á létt- ara með að streyma í gegnum okkur og gefa okkur fyllingu. Skilningur okkar á mikilvægi hins innra lífs og að reynsla hins ytra lífs er eitt og hið sama, opnast fyrir okkur. Því að allir

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.