Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 12

Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 12
124 HEIMILI OG SKÓLI Hver er Anne Marie Nörvig? munu kannski einhverjir spyrja, sem ekki eru kunnugir í skólaheimi Norð- urlanda. Frú Anne Marie Nörvig var einhver allra merkasti skóla- og upp- eldisfrömuður á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað, og er nafn hennar þekkt víða um heim, og ekki sízt þó í heimalandi hennar, Dan- mörk. Frú Nörvig er sálfræðingur að menntun og hóf kennslustörf í Kaup- mannahöfn árið 1919. Seinna ferðað- ist hún víða um Evrópu og Ameríku og viðaði að sér þekkingu og reynslu um hina nýrri kennsluhætti, sem byggjast meir á vinnu nemandans en lexíulærdómi. Takmark hennar var að flytja sjálft lífið inn í kennslustof- una og byggja alla fræðslu og uppeldi skólanna á því lífi, sem nemandinn lifir og kemur til með að lifa. Á þessu sviði var hún einn hinn merkasti brautryðjandi á Norðurlöndum, og allt hennar skólastarf var leit — leit að einhverju betra — leit að sem full- komnustum kennsluháttum — og í allri þessari leit bar eitt hæst: nem- andann sjálfan — barnið, sem skólinn var að móta og fræða. Árið 1948 varð hún skólastjóri við hinn merka tilraunaskóla á Emdrup- borg í Kaupmannahöfn. Þar var vissu- lega réttur maður á réttum stað. Ég kom í Emdrupborg veturinn 1953 og dvaldi þar nokkra daga. Ég hef ekki komið í skóla, þar sem meira var að sjá og læra. Enda var þar alltaf fullt af kennurum frá ýmsum löndum. Og ég hef heldur ekki komið í skóla þar sem jafn mikil grózka var í öllu starfi. Þar voru allir leitandi: nemendurnir, kennararnir og ekki sízt skólastjórinn sjálfur, sem stjórnaði öllu þessu merki- lega starfi með brennandi áhuga. Á síðastliðnu ári, lét hún af störf- um við Emdrupborg, en var kölluð að kennaraháskólanum til þess að kynna þar skólahugsjónir sínar og raunhæfa þær hugsjónir, sem hún er búin að gera að veruleika í 40 ára skólastarfi. Hún hafði hlakkað til þessa starfs. Þar biðu hennar víðar og verkmiklar dyr. En frá þessu starfi var hún kölluð skyndilega af „en men- ingslös bilulykke" eins og eitt dönsku blaðanna kemst að orði. Blöðin í Kaupmannahöfn og víða um Dan- mörk geta fráfalls frú Nörvig er hún stóð á hátindi ævi sinnar, þótt hún

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.