Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 7

Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 7
HEIMILI OG SKÓLI 119 Áse Gruda Skard: Jíuers megum vih vœnta af börnum á mismunandi œviskeibum? Litla stúlkan verður snemmþroskuð. Gelgjuskeiðið er tími erfiðleika bæði fyrir litlu stúlkuna og forsjármenn hennar. í bréfi einu um Bertu skrifar móð- ir hennar: „Það tognar mikið úr Bertu um þessar mundir. Hún er ekki aðeins orðin há, heldur hefur hún einnig tekið á sig vöxt fulltiða konu. Hún hefur fengið ávalar mjaðmir og nokkur brjóst. Tveimur dögum eftir að hún var ellefu ára hafði hún á klæðum í fyrsta skipti. Ég hélt, að þetta væri óeðlilega snemma, en lækn- irinn segir, að telpur þroskist svo snemma nú. Hún notar sama númer af skóm og ég. Þegar hún er að heim- an er hún blíð, góð, háttvís og hjálp- söm, en hér heima er hún ókurteis, fýld, þrætugjörn og ósvífin. Þegar ég bið hana að taka til í herberginu eftir sig, opnar hún aðeins skápinn og hendir þangað öllu hverju ofan á ann- að. Stundum hendir hún skónum sín- um og skrifbókunum í skúffuna þar sem hún geymir sokkana sína og vasa- klútana. Stundum hágrenjar hún, ef hún fær ekki leyfi til að fara í bíó, jafnvel þótt hún hafi verið þar kvöld- ið áður. Þetta fylgir líklega þessu þroskaskeiði? Henni gengur vel í skólanum, en það gæti þó verið betra, ef hún legði sig meira fram. Hún er farin að læra að dansa, og það á nú við hana.“ Eftir þessu bréfi að dæma, er Berta táknrænt dæmi um snemmþroskaða telpu, telpu, sem er nokkuð á undan flestum jafnöldrum sínum, en á við sams konar erfiðleika að etja í frarn- komu og háttum og aðrar telpur, sem eru að hefja þetta erfiða skeið æv- innar. Líkamlegar breytingar. Hjá telpum byrjar gelgjuskeiðið nokkru fyrr en hjá drengjum. Líf- færalegar breytingar byrja oftast um tveimur árum áður en þær byrja að hafa á klæðum, en það gerist venju- lega um 12—14 ára aldurinn. Þarna er þó nokkuð mikill munur á einstakl- ingum. Hjá einstaka telpum gerist þetta um 10 ára aldur. Hjá öðrum aftur ekki fyrr en um 17 ára aldur. En bezt er að hafa sagt þeim öllum í tæka tíð á hverju þær eiga von. Það getur haft ill áhrif á telpurnar, ef þetta kemur þeim algjörlega á óvart. Um það bil tveimur árum áður en þessi breyting verður, hefur farið fram allmikil breyting á líkama barnsins. Telpurnar hækka mikið, matarlystin vex eða verður misjöfn, brjóstin taka miklum þroska, oft taka graftrarbólur í andlitinu að angra ungmennin. Ekkert af þessu fer fram hjá liinni verðandi ungu stúlku, og á þessu

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.