Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 19

Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 19
HEIMILI OG SKÓLI 131 Ótti er eðlilegt fyrirbrigði. Hann kemur af þörf fyrir öryggi og vernd. En hann getur einnig farið yfir öll skynsamleg takmörk, og ruglað svo dómgreind og skynsemi bæði foreldra og barna, að þau eru ekki fær um að haga sér skynsamlega. Það skiptir hér ekki máli, hvort ótt- inn er á rökum reistur eða ekki. Hræðslugjarnt barn er óhamingju- samt barn. Það grætur um nætur og þjáis'' af martröð. Það gagnar ekki að gera lítið úr ótta barnsins, því að þar duga nálega engar fortölur, ef það verður hrætt á annað borð. Hræðsla barnsins er sem sé stað- reynd, sem við hinir fullorðnu verð- um að taka tillit til. Það er afar mikils virði að foreldrarnir sýni jafnan hina fyllstu ró og jafnaðargeð. Slík fram- koma styrkir barnið. Þá verða foreldr- arnir einnig að reyna að komast eftir, hvert þessi ótti á rætur sínar að rekja. Er hann kannski áhrif frá gömlum og gleymdum atburði, sem liaft liefur svo ill og varanleg áhrif á barnið? Er það kannski hrætt við einhvern í húsinu? Er það kannski hrætt við annað hvort foreldra sinna, er einhvern tíma hefur hrætt það til hlýðni? Hefur móðirin kannski gripið til þess óyndisúrræðis að hræða barnið á einhverju til að verja það ytri hættum?----- Svona mælir greinarhöfundur, Roald Rinvik yfirlæknir. Það væri freistandi að taka meira af grein hans, en þetta verður að nægja í bili. Hér er mikið í húfi fyrir alla foreldra, að vernda barnið sitt frá óttanum, þess- um nagandi ormi, sem eitrar líf barns- ins fram eftir öllum aldri. Því skyldi alveg sérstaklega varast að taka óttann í þjónustu uppeldisins. Einu sinni var það nokkuð algengur siður að hræða úr börnum „óþægðina". Hræða þau á bola og Grýlu. Vonandi þekkist ekkrt slíkt nú á okkar upplýstu öld. Auk þess sem þetta er hættulegur leik- ur, sjá börnin fljótt í gegnum þennan ósannindavef — til allrar hamingju, liggjur mér við að segja. En ekki eyk- ur þetta trauSt þeirra á hinum full- orðnu. Öryggi er einn af hornsteinunum undir góðu og farsælu uppeldi og ham- ingjusömum bernsku- og æskuárum. Óttinn grefur undan öryggistilfinn- ingu barnanna. Verndum því börn okkar frá óttanum, í hvaða gerfi sem hann birtist. H. J. M. Úr Kirkjublaði. Einn af meðlimum kirkjukórsins, frú Pál- ína Jónsdóttir, sem sungið hefur í kirkju vorri hvern einasta sunnudag síðastliðin fimm ár, er flutt í aðra kirkjusókn. Söfnuð- urinn er henni mjög þakklátur. Góðir grannar. Ég og kona mín búum hjá öldruðum for- eldrum hennar á lítilli eyju. í nokkurra daga stórhríð í vetur vorum við algjörlega einangr- uð frá umheiminum í nokkra daga. Við höfð- um nægan mat, en ekkert kaffi. Mér þóttf þetta þó tiltölulega léttbært, þegar ég renndi augunum yfir til nágranna míns, sem bjó í litlu húsi með börn sín sjö. Hann var þurra- búðarmaður og hlaut því að vera mjólkur- laus. Ég fyllti því ofurlitla mjólkurskjólu og lagði af stað í áttina til granna míns og varð að kafa háa skafla. Þegar ég var kominn á miðja leið, rriætti ég granna mínum, sem var á leiðinni til okkar með allstóran kaffipoka í annarri hendinni. Þegar við höfðum skipzt á þessum gjöfum þarna úti á snjóbreiðunni, sagði hann: „Ég vissi, hve tengdaforeldrum þínum þykir gott kaffi, og ég hafði grun um, að þið væruð orðin kaffilaus." — H. S.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.