Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 15

Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 15
HEIMILI OG SKÓLI 127 hann. Og nú er ég hérna með eina skýrslu, ef þér vilduð líta á hana.“ „Hvenær á hún að vera tilbúin?“ spurði gamla konan og leit yfir blöð- in. „Nú í mánaðarlokin, og ef þér vild- uð vinna fyrir okkur framvegis, mun- um við senda yður greiðslu mánaðar- lega.“ Lröken Levinía stóð upp, leit und- an og gekk hægt í áttina til gamla legubekkjarins. Hún leit ekki á gest- inn. „Ég skal gjöra þetta. Ég skal þiggja þessa hjálp. Ég verð að gera það. Ég skal þýða fyrir ykkur hvað sem þið viljið. En ég var samt að vona, að ég gæti fengið lán, svo að ég gæti stofnað ofurlítinn málaskóla. — Það er svo sem ekki allt búið fyrir mér, þótt ég sé 83 ára gömul.“ Rödd hennar titraði af sorg og von- brigðum. En skyndilega breyttist svipurinn. Gamla ellimóða andlitið hennar, sem fyrir andartaki var mótað af hryggð varð nú allt í einu glaðlegt, svo að bros var nú í hverri hrukku. „Það er þó þrátt fyrir allt dásamlegt að lifa,“ sagði hún. „En hafið þér lesið síðustu bókina eftir........?“ Þýtt úr dönsku. — H. J. M. Kvöldið áður en sonur minn átti að taka þátt í íþróttakeppni skólans, var hann mjög áhyggjufullur á svip. „Mamma,“ sagði hann, „hinir strákarnir eru allir miklu stærri en ég. Ég er viss um, að þeir vinna.“ Ég vildi reyna að leysa hann undan þessum neikvæðu hugsunum og sagði: „Pétur, þetta er ekki rétt afstaða. Þú átt að vera öruggur." „Jæja, þá er ég öruggur um að þeir vinna." Próf og verMaun Margir foreldrar — liklega flestir — eru áhugasamir um nám barna sinna — en það gengur misjafnlega að vekja áhugann, eftir því hvernig börnin eru gerð. Kemur þar einkum til mismun- andi gáfur, ýrnsar félagslegar aðstæður o. m. fl. Skólarnir reyna að fylgjast með framförum barnanna og láta þá gjarnan foreldrana fylgjast með því. Um þetta er ekkert nema gott að segja. Þetta gera skólarnir með próf- unum. Prófin og árangur þeirra er því eins konar skýrsla til foreldranna um námsárangur barnanna. Sú skýrsla er yfirleitt nokkuð rétt í heild, svo langt sem hún nær. Prófið sýnir kunn- áttu og getu í hinum ýmsu námsgrein- um, enda taka foreldrar hana yfirleitt alvarlega. En hún sýnir ekki hvað börnin leggja mikið að sér hvert um sig við námið. Pétur getur leyft sér að lesa lítið og taka námið létt, en Páll litli, félagi hans, leggur hart að sér og fær þó miklu lægri einkunn en Pétur. Það dugar sem sé ekki alltaf ástundun og áhugi. Þetta sést foreldr- um oft yfir, og eru mjög óánægðir nreð hinar lágu einkunnir barna sinna. Ég vil enn einu sinni minna á, ég hef gert það oft áður, að það getur eng- inn mannlegur máttur gefið börnun- um þann þroska, sem þau kann að vanta til að geta náð góðum árangri við nám. Stundum ber það við, að skólunum er kennt um lágu einkunnirnar. Ein- stöku sinnum kann þar að vera um mistök að ræða einhverntíma á skóla- ferli barnsins. En gengisleysi barna í námi stafar langoftast af seinum eða

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.