Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 18

Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 18
130 HEIMILI OG SKÓLI bæði stórt og vandað. Það er um 185 fermetrar að gólfmáli og í alla staði mjög vistlegt. Þar eru fyrst og fremst tvær stórar kennslustofur auk margra annarra vistarvera. Teikningu af húsinu gerði Jón Ágústsson byggingarfulltrúi, en Ágúst Jónsson byggingameistari stóð fyrir byggingunni, sem kosta mun um hálfa milljón kr. Margt gesta var við vígslu hússins, og meðal annars bæjarstjóri og nokkr- ir bæjarfulltrúar. Theódór Daníels- son, formaður Barnaverndarfélagsins, tók fyrst til máls og rakti sögu bygg- ingarinnar og að nokkru leyti félags- ins. Hefur hann liaft mestan veg og vanda, auk fagmanna, af þessari bygg- ingu. Hann kvað það vera höfuðtak- mark félagsins að vinna að almennri barnaverndun og það hefði þótt hlýða að byrja á þessu verkefni, til að forða litlu börnunum frá hættum götunnar. Að lokinni ræðu formanns flutti séra Pétur Sigurgeirsson vígsluræðuna, lýsti nafni hússins, sem er Iðavöllur, og bað honum og öllum, sem þar eiga að starfa blessunar drottins. Þá tók til máls bæjarstjóri, Magnús E. Guðjónsson. Þakkaði hann Barna- verndarfélaginu fyrir framtakið og óskaði því til hamingju með þessa stofnun. Að lokum flutti formaður stutt ávarp. Kirkjukór Akuréyrar sýndi félaginu þá góðvild að syngja þarna á milli ræðnanna, undir stjórn Jakobs Tryggvasonar, og settí það mikinn svip á athöfnina. Forstöðukona skól- ans er ungfrú Dóróthea Daníelsdóttir. Hægt er að taka í skólann um 50—60 börn og er hann nú að verða fullskip- aður. Hrædda barnið Fyrir nokkrum árurn var hjá okkur í skólanum góð og elskuleg telpa, hún var líka duglegur nemandi og hefði því allt átt að leika i lyndi. En svo var þó ekki. Þessi elskulega telpa var ákaflega hræðslugjörn. Hún var hrædd, þegar veðrið versnaði. Hrædd um að hún myndi ekki komast heim. Hún þjáðist af innilokunarótta, og þorði ekki að vera ein í stofu af ótta við að stofunni væri lokað. En allur þessi sjúklegi ótti átti rætur að rekja til atviks, sem kom fyrir hana snemma á bernskuárunum. Hún hafði hlaupið á eftir ömmu sinni niður í kjallara, en lokazt þar inni þegar amman fór aft- ur upp og var þarna litla stund inni- lokuð. Áhrif þessarar litlu stundar gat hún aldrei losað sig við, að minnsta kosti ekki á bernskuárum sínum. í nýútkominni bók, sem Olaf Kval- heim, skólastjóri í Osló, hefur tekið saman er rætt um óttann í grein, sem nefnist: Þroskaskilyrðin á forskóla- aldri. Þar segir meðal annars: — Barn er hrætt við marga hluti. En grundvöllur óttans er breytilegur eftir aldri. Unga barnið verður ótta- slegið, ef það heyrir sterk hljóð eða sér ókunnugt andlit. Það getur orðið ofsahrætt við skyndilegar breytingar og óvenjulegar, t. d. þrumuveður, dimm göng eða skot — eða „drauga“. Stundum verða börn ofsahrædd við ýmiss konar dýr. Slík börn þola varla að vera ein. Þau þurfa að finna til öryggis, sem nálega móðirin ein er fær um að veita þeim.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.