Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 11

Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 11
HEIMILI OG SKÓLI 123 inga, og er þarna alltaf húsfyllir. Unglingar, sem þarna koma, eru flest- ir á aldrinum 14—17 ára. Skemmti- staður þessi er opinn frá kl. 6—IO14 á kvöldin. Er það skynsamlegri tími fyrir skemmtanir en hér tíðkast. En flest afbrot unglinga í bænum eru framin klukkan 7—10, svo að tíminn er ekki valinn út í bláinn. Og hvað er svo þarna gert fyrir unglingana? Haga þarf skemmtikvöld- unum þannig, að þeir hafi ánægju af þeim og vilji koma þangað, en jafn- framt að hægt sé að koma til þeirra hollum boðskap. Byrjað er á dansi milli kl. 6—7. Þá er fluttur stuttur gamanþáttur. Dans- að er svo til klukkan 9. Hljómlistin er fengin frá stórum plötuspilara, sjálf- spilara, sem spilar vissar plötur, þegar peningur er látinn í hann. Eigandi plötuspilarans fær allt sem inn kem- ur og er það venjulega 350 krónur á kvöldi. Stundum ber við, að hljóm- sveitir af öðrum skemmtistöðum korna og leika þarna ókeypis fyrir ungling- ana dálitla stund. Er það vel þegið. Klukkan 9 fer svo fram aðaldagskrá kvöldsins. Er hún blönduð gamni og alvöru. Ein fastákveðin 7 mínútna ræða er á hverju kvöldi. Oft er hún um einhver félagsmál. Lengri má ræð- an ekki vera. Annað efni dagskrárinn- ar er söngur, hljómlist, upplestrar, leikþættir o. fl. Er þá dansað um stund til klukkan 10 mínútur yfir 10. Þá flytur stjórnandi kvöldsins stutta ræðu um efnið: Þannig viljum við hafa það. (Slík vil vi ha det.) í lok ræðu sinnar biður hann unglingana að taka til í salnum og er það fúslega gert á fáum mínútum. Lögregluþjón- ar og aðrir eftirlitsmenn eru þarna á hverju kvöldi. „Leðurjakkarnir" koma þarna, en lögðu fljótt niður ein- kenninsbúning sinn. Þótti hann ekki eiga vel við á þessum stað. Aldrei urðu þarna nein vandræði vegna framkomu þessara pilta, eða vegna vínnautnar, sem auðvitað var algjör- lega bönnuð. Ekki höfðu bindindissamtökin efni á að kaupa öll áhöld í þennan skemmtistað. Sjálfspilarann hef ég áð- ur nefnt. Hann var leigður. En hann kostar 16—17 þús. norskar krónur. En margt af nauðsynlegustu áhöldunum var leiart gem vissum hundraðshluta af tekjunum eða skipti við viss fyrir- tæki. Af þessum áhöldum má nefna: Pylsusteikjara, kæli, súkkulaðiskáp, ísvél, cóka-cólaskáp o. fl. En stóra uppþvottavél urðu þeir að kaupa fyr- ir 3 þús. norskar krónur. í vetur verð- ur þessi skemmtistaður unglinganna opinn 4 kvöld í viku, og auðvitað eru laugardagskvöldin þar með. í haust ætluðu forstöðumenn þessa unglingastarfs að byrja með því að fá alla leiðandi menn borgarinnar til að flytja 7 mínútna ræðuna. Byrja átti á borgarstjóra, biskupi, yfirlögreglu- þjóni o. s. frv. En dagskrárstjórinn sagði mér, að erfiðasta viðfangsefnið væri að fá frambærilega dagskrá fjór- um sinnum í viku. Það skapaði stund- um andvökunætur. Öll vinna er sjálf- boðavinna, nema einn starfsmaður, sem undirbýr allt að deginum. Bær- inn styrkir þessa starfsemi. Þetta framtak bindindissamtakanna í Björgvin er til fyrirmyndar. Þarna er raunhæft tekið á vandamálum bæj- arunglinganna. Tómstundastarfið hér er hliðstætt, aðeins á öðru sviði. Eirikur Sigurðsson.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.