Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 10

Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 10
122 HEIMILI OG SKÓLI [Iingastarf í Björgvin Með aukinni vélanotkun við hin ýmsu störf hafa skapazt fleiri tóm- stundir. Einkum á þetta við um ungl- ingana. En það er vandi fyrir óþroskaða unglinga að verja þessum tómstund- um svo, að þær verði þeim til aukins þroska og hamingju. Víða í stórborg- um vinna unglingar spellvirki á kvöld- in og hneigjast að óhollum nautnum. Afbrotadrengir mynda félög í þessu skyni. Uppeldisfrömuðir og siðbóta- félög reyna að ráða bót á þessu. Hér á landi hefur tómstundastarf fyrir unglinga farið vaxandi hin síð- ari ár. Það er einn liðurinn í þessu uppbyggingastarfi. Bæði bindindis- samtökin og bæjarfélögin standa sam- an að námskeiðum í þessu efni. Fyrsta tómstundaheimilið af þessu tagi var Æskulýðsheimili templara á Akureyri, sem nú hefur starfað í sex ár. Síðar hafa fleiri komið á eftir. Annars staðar hafa menn komið upp sérstökum skemmtikvöldum fyr- ir unglinga til að halda þeim frá soll- inum og lakari skemmtistöðum. í Noregi er selt sterkt öl frá 2i/£—7%. Unglingarnir byrja að drekka þetta öl á börum, með smurðu brauði. Af þessu öli drekka þeir sig ölvaða og gera svo ýmis spellvirki undir áhrifum þess. Margir ofdrykkjumenn segja, að áfengsnautn sín hafi byrjað þannig. Þegar ég var staddur í Noregi í sumar, voru Norðmenn, frændur okk- ar, uggandi út af framferði unglinga í sumum borgum. í Osló höfðu drengjahópar unnið skemmdarverk m. a. í Wigelundsgarðinum fræga. Þá voru fengnir þar nokkrir unglingar í lið með lögreglunni og tók þá fyrir þetta. Þessir drengjahópar voru venju- lega í leðurjökkum og „hulehopp“- buxum. Og var það einkennisbúning- ur þeirra. í Björgvin var þetta vanda- mál mjög á dagskrá eins og í Osló. En í Björgvin var mér sagt frá sér- stöku starfi, sem hrundið var af stað í fyrra vetur til að skapa unglingun- um hollar skemmtanir. Var það full- trúaráð bindindissamtakanna í Björg- vin, sem gekkst fyrir þessu. Eftirfar- andi upplýsingar hef ég frá formanni dagskrárnefndar þessa unglingastarfs, sem ég hitti í Björgvin í sumar. í miðbænum í Björgvin er kvik- myndahús, sem kennt er við hljómlist- armanninn Ole Bull. Undir þessu húsi var óinnréttaður kjallari. Bind- indissamtökin tóku hann á leigu og innréttuðu hann í fyrra vetur. Þau urðu að greiða 50 þús. krónur (norsk- ar) í leigu eftir hann á ári. Þarna var útbúinn skemmtistaður fyrir ungl- inga. Ég sá þennan skemmtistað, og er hann vistlegur með alls konar tækjum til veitinga og önnur til gam- ans og dægrastyttingar. Þann 21. apríl siðastliðinn var hægt að opna þennan skemmtistað og var hann opinn á kvöldin þrisvar sinnum í viku til 28. júní. Ráðgert var að opna aftur 1. september. Inngangur- inn kostaði kr. 1.00, en gert var ráð fyrir að hækka hann í kr. 1.50 í haust, en á öðrum skemmtistöðum er hann 3.00 krónur. Húsið rúmar 220 ungl-

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.