Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 25

Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 25
HEIMILI OG SKÓLI 137 BARNAÚTBURÐUR í fornöld tíðkaðist barnaútburður í mörgum löndum og meðal annars á íslandi. í seinni tíð þykir það tíðind- um sæta, ef slíkt á sér stað. Þetta kom þó fyrir í Lundúnaborg fyrir nokkr- um vikum. Inni í miðri borginni fannst þessi litla stúlka, um það bil tveggja vikna gömul. Hafði henni ver- ið komið fyrir í innkaupatösku og síð- an skilin eftir í símaklefa einum. Þar fannst hún og svaf þá vært, eins og myndin sýnir. Litla stúlkan vó 14 merkur. Hún var vel hirt og í alla staði venjulegt barn. Hitt er gáta, hvað komið hefur hinni óhamingju- sömu móður til að skilja barnið við sig á þennan hátt. Litlu stúlkunni hefur nú verið komið fyrir í bili á enskum barna- spítala. Þar var það upplýst, að barna- útburður væri langt frá því eins sjald- gæft fyrirbrigði og margir halda. Burt með herna&arleikföng Fyrir nokkrum vikum átti kona ein erindi við mig á skrifstofu skólans. Hún hafði með sér þrjú lítil börn, á að gizka 4, 5 og 6 ára, og þar af voru tvær stúlkur. Öll voru börnin með stórar og iburðarmiklar gerviskamm- byssur, sem þau miðuðu í allar áttir. Mér leið illa af að sjá þessi þrjú ungu og saklausu börn hafa í höndunum slík leikföng, og ég skil ekki þann smekk foreldra að gefa börn- um sínum slíka hluti. Byssur eru yfirleitt ekki notaðar til nema eins —• að drepa lifandi verur. Og sú liugsun hlýtur að fylgja þessum leikföngum. Svipað má segja um tindátana, sem drengir fá oft að gjöf. Jafnvel á okkar friðsama landi íslandi vekja slík leikföng hugsanir, sem eru liklegar til að afmanna, en ekki göfga. Leikföng eru oft raunveruleiki hjá börn- unum. Þau lifa sig inn í leikina. Tökum t. d. brúðurnar, sem vekja hlýjar móðurtilfinning- ar hjá litlu telpunum. Kærleiki þeirra og ást - úð fær sannalega útrás í brúðuleikjunum. Lítum á bátana og bílana, sem litlu dreng- irnir leika sér að. Það verður þeim nánast veruleiki. — Hernaðarleikföng vekja aðeins grófar og illar hugsanir. Leikföng barnanna eru ekki aðeins til að stytta þeim stundir. Þau eru uppeldistækí. Þvi skyldu allir foreldrar hafa það hugfast, að vanda val leikfanga handa börnum sínum. Leikföngin hafa með vissum hætti sál, sem verður félagi barnanna. Vandið vel til þessa félaga. H. J. M. Undanfarið hefur nokkuð verið kvartað yfir vanskilum á blaðinu. Þetta stafar nær eingöngu af þvi, að afgreiðslan hefur ekki verið látin vita um rétt heimilisfang. Það eru því vinsamleg tilmæli blaðsins, að afgreiðslu- maður þess sé látinn vita, þegar heimilisfang breytist. Það myndi mjög koma í veg fyrir hin leiðinlegu vanskil og aukasendingar af blöð- um til þeirra, sem fyrir vanskilum verða. Lát- ið því afgreiðsluna vita strax, þegar um bú- staðaskipti er að ræða. Vinsamlegast, Útgefendur.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.