Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 21

Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 21
HEIMILI OG SKÓLI 133 Alþjóél egt vandamál Á hverjum einasta degi allt árið um kring fæðast mannkyninu 200.000 börn. Það svarar til þess að fólksfjölg- unin sé 5000 hvern klukkutíma dag og nótt. Þjóð, eins og t. d. Bandaríki Norður-Ameríku, fjölgar um 3 millj. á ári og mun því telja 300 milljónir árið 2000. í Indlandi og Pakistan er fjölgunin 4 milljónir á ári. Nú er tal- ið að 2.8 milljarðar manna séu í heim- inum. Með sömu fólksfjölgun verður þessi tala tvöfölduð eftir 70 ár. Það er talið, að tveir þriðju hlutar allra manna í heiminum svelti að meira eða minna leyti. í Indlandi og Pakistan verða menn að láta sér nægja 1700 hitaeiningar að jafnaði daglega. En 1800 hitaeiningar er talið lágmark til þess að menn haldi heilsu og kröftum. Til samanburðar má geta þess, að venjulegur verkamaður í okkar lofts- lagi þarf 4000 hitaeiningar á dag. Hungrið er þannig orðin staðreynd á stórum svæðum jarðarinnar. Með hinni öru fólksfjölgun, sem nú á sér stað eru margir farnir að spyrja sjálfa sig, hvort það eigi fyrir mannkyninu að liggja að farast úr hungri. Mjög náið samband er á milli menntunarstigs þjóðanna og hinnar líkamlegu hagsældar. Frá Saineinuðu þjóðunum fáum við að vita, að 1200 milljónir manna víðs vegar um heim kunni hvorki að lesa né skrifa. I þess- um 1200 milljónum eru ekki talin börn innan 10 ára aldurs. Það er þetta fólk, sem liefur svo lág laun, að eng- in leið er að lifa af þeim mannsæm- andi lífi. Þess vegna hefur það verið eitt af hinum meiri háttar viðfangs- efnum Sameinuðu þjóðanna, að bæta menntunarástandið á hinum síðari ár- um, og hefur orðið mikið ágengt. Það starf var raunar hafið áður. Ég var dálítið óheppinn með báðar kon- urnar mínar. Hin fyrri vildi skilja við mig, en hin vildi það ekki. — R. K. Einn af hinum duglegustu deildarstjórum í fyrirtæki okkar gekk á fund forstjórans og fór fram á launahækkkun, en svar forstjórans var þetta: „Laun yðar eru talsvert hærri en laun þess deildarstjóra, sem næstur yður er, og hann á fimm böm.“ „Já, það er sjálfsagt rétt,“ svaraði deildar- stjórinn. „En ég hélt, að við fengjum laun okkar fyrir það, sem við vinnurn hérí en ekki það, sem við vinnum heima í tómstundum okkar.“ Hann fékk samstundis launahækkun. Haukur litli vildi ekki borða, og móðir hans leit á hann ströng á svip og sagði: „Þú ættir að skammast þín! Það eru mörg fátæk börn, sem fá alls ekki neitt að borða.“ Haukur hugsaði sig um litla stund, leit síðan strangur á svip á móður sína og sagði: „Þú ættir að skammast þín, mamma, fyrir að borða allan þennan mat, þegar fjölda- mörg fátæk börn fá alls ekki neitt að borða.“ Maðurinn þarf hvorki að vera víðlesinn, víðförull né auðugur, til að geta komizt til mikilla áhrifa. Sá maður, er haft hefur gagn- gerðust áhrif á allt mannkynið, varð aðeins 33 ára gamall. Hann fór aldrei lengra en 150 km frá heimili sínu, og svæðið, sem hann ferðaðist um og starfaði á, var minna en Jót- land. Þó lagði hann grundvöll að heimsmenn- ingu.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.