Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 22

Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 22
134 HEIMILI OG SKÓLI Frá aðalfuncli Kennarafélags Vestfjarða Aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða var haldinn á ísafirði dagana 10. og 11. okt. sl. Fundinn sóttu 20 kennarar. Á fundinum mætti einnig Þórleifur Bjarnason námsstjóri, og hafði hann í fylgd með sér tvo kennara úr Reykjavík, er báðir fluttu erindi á fundinum. Þessir menn voru Magnús Magnússon kennari, sem flutti fróðlegan fyrirlestur um kennslu vangefinna barna, og Gestur Þor- grímsson kennari, sem ræddi um og sýndi margvíslega notkun kvikmynda og skugga- mynda í kennslustundum. Síðari fundardaginn flutti Magnús erindi fyrir almenning í Skátaheimilinu. Fjallaði er- indið um uppeldi vangefinna og afbrigðilegra barna svo og um ýmsar andlegar og líkamleg- ar orsakir þess, að börn verða afbrigðileg og vangefin. Einn af stofnendum Kennarafélags Vest- fjarða, Sveinn Gunnlaugsson, skólastjóri á Flateyri, var mættur á fundinum, og hefur hann setið alla fundi félagsins frá stofnun þess. Sveinn lét af skólastjórastarfi sínu í sumar fyrir aldurs sakir. I fundarlok ávarpaði Þórleifur Bjarnason námsstjóri Svein Gunnlaugsson, hinn síunga og eldlega áhugamann, og flutti honum þakkir fyrir langt og mikið starf. Fundar- menn risu úr sætum og tóku undir með lófa- taki. Síðan var samþykkt að gera Svein að heiðursfélaga. í stjórn Kennarafélags Vestfjarða voru kosnir: Jón H. Guðmundsson, skólastjóri á Isa- firði, formaður. Guðm. Ingi Kristjánsson, kennari í Onund- arfirði, ritari. Björn Jóhannesson, skólastjóri í Bolungar- vík, gjaldkeri. Fundurinn ræddi mörg mál og gerði eftir- farandi ályktanir og samþykktir: I. 17. aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða, haldinn á ísafirði dagana 10. og 11. október 1959, telur, að ein helzta ástæðan fyrir þeim alvarlega og sívaxandi skorti á mönnum með kennarapróf, sérstaklega við barna- og ung- lingaskóla, sé sú, að laun þessara kennara séu allt of lág og alls ekki i neinu samræmi við námskostnað þeirra eða launakjör hliðstæðra stétta í þjóðfélaginu. Fundurinn leyfir sér því að skora mjög á- kveðið á yfirstjórn fræðslumálanna, Alþingi og ríkisstjórn, að vinda bráðan bug að því að bæta launakjör barnakennara verulega frá því, sem nú er, svo að afstýrt verði þeim að- steðjandi vandamálum og hættum, sem kenn- araskortinum fylgja. Jafnframt beinir fundurinn þeirri ein- dregnu áskorun til kennarasamtakanna og þá alveg sérstaklega til stjórnar Sambands ís- lenzkra barnakennara, að vinna markvisst að bættum launakjörum stéttarinnar. II. Með tilvísun til þeirra miklu erfiðleika, sem á því eru að fá menn með kennararétt- indi til starfa við barna- og unglingaskóla utan Reykjavíkur og næsta nágrennis, leyfir fundurinn sér að benda yfirstjórn fræðslu- málanna á það, hvort ekki sé tiltækilegt, auk þess sem launakjör stéttarinnar séu bætt til muna frá því, sem nú er, að veita nemendum Kennaraskólans námsstyrki og hagstæð lán, enda séu þeir, sem styrksins verða aðnjótandi, skuldbundnir til þess að starfa um tiltekið árabil úti á landi. Jafnframt telur fundurinn að athuga beri, hvort ekki sé réttlætanlegt og ástæða til, að kennarar utan fyrrgreinds svæðis búi við hag- stæðari launakjör. III. a. Aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða telur, að allt of lengi hafi dregizt að reisa viðunandi húsnæði fyrir Kennaraskólann og treystir því, að byggingu þeirri, sem nú er hafin, verði hraðað sem mest. Jafnframt telur fundurinn nauðsynlegt að reisa heimavist við skólann og bendir á, að skólinn er mest sótt- ur af fólki utan Reykjavíkur. b. Þá telur fundurinn sjálfsagt, að Kenn- araskólinn fái rétt til að útskrifa stúdenta, því að sá réttur mundi auka aðsókn að skól- anum, sem nú er allt of lítil miðað við kenn- araþörfina.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.