Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 24

Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 24
136 HEIMILI OG SKÓLI lands. Veðurfar. Eldfjöll og hverir. Vötn, ár og fossar. Fjöll og jöklar. Að klæða landið. Þar er gróður landsins tekinn til athugunar. Þá eru atvinnuhættir, svo sem landbúnaður, fiskveiðar, verzlun og viðskiptalönd. Þá eru samgöngur og langur kafli um þjóðina, ríkis- valdið, skólakerfið og margt fleira. I seinna heftinu er farið um allar sýslur landsins og athugaðir merkis- og sögustaðir. Þar er að sjálfsögðu mjög komið inn á sögu þjóðarinnar. Þá er kafli um alla kaupstaðina. Og loks er greinargott yfirlit um Færeyjar. í þessum heftum er geysilegur fjöldi mynda, bæði teiknimynda og ljósmynda. Þar er og mikill fjöldi landkorta og línurita. Bækur þessar munu verða mikill fengur öilum þeim, sem áhuga hafa fyrir vinnubóka- kennslu. Okkur, sem vorum að byrja kennslu með vinnubókasniði fyrir 25—30 árum, hefði þótt þessar bækur mikill hvalreki. Ég þakka höfundi fyrir þessar ágætu bækur, sem ég hef þó ekki haft tækifæri til að reyna í verki. H. J. M. Bráðum verð ég stór. Svo nefnist bók, sem Heimili og skóla hefur borizt. Þetta er safn ritgerða eftir böm og unglinga frá samkeppni í barnatíma útvarpsins. Baldur Pálmason full- trúi hefur búið til prentunar. Hér birtast 58 ritgerðir eftir unga og óþekkta höfunda. Efni þessara ritgerða var á sinum tíma nokkuð af- markað, eða með öðrum orðum: Börnin voru beðin að segja til um, hvort betra væri að vera fullorðinn eða barn. Þau voru beðin að segja, hvernig fullorðna fólkið kæmi þeim fyrir sjónir, og hvernig það ætti að vera, að þeirra dómi. Þá voru þau beðin að segja, hvað þau helzt vildu verða, er þau yxu upp, og hverja þau vildu taka sér til fyrirmyndar. En þrátt fyrir þetta afmarkaða svið, gætir þó mikillar fjölbreytni í ritgerðum barnanna. Margur mun nú halda, að ekki sé mikla vizku að sækja í slíka bók, en sannleikurinn er þó sá, að hún er mjög girnileg til fróðleiks einmitt fyrir fullorðna fólkið. Auk þess kem- ur fram í ritgerðum þessum svo mikill góð- leikur, réttlætiskennd og hreinskilni, að það er unun að kynnast þarna viðhorfum barn- anna. Þau dæma fullorðna fólkið ekki hart, þótt þau sjái galla þeirra, því að börn hafa næma réttlætiskennd, en góðvild þeirra kemur í veg fyrir harða dóma. Það er ekki fyrr en um og eftir gelgjuskeiðið, sem hinir hörðu dómar koma. Það kemur víða fram í ritgerðum þessum, að börnin þrá viðurkenningu og að tekið sé tillit til þeirra; en það er einn hinn hættu- legasti misskilningur í uppeldinu, að ganga alltaf fram hjá skoðunum barnanna, eins og væru þau óvitar, sem ekkert mark sé á tak- andi. Annars kemur það fram þarna, að börnin gera miklar kröfur til fullorðna fólksins, að það sé til fyrirmyndar í hvivetna, en þar verða þau oft fyrir vonbrigðum. „Það er vandasamt að vera lítill drengur," segir einn. „Hvað ætli þú getir, pottormurinn þinn," segir hann að fullorðna fólkið segi, þegar boðin er fram þjónusta. Það er auð- fundin sársauki í þessari afstöðu fullorðna fólksins, og þó geta þessir rithöfundar gert góðlátlegt grín að fullorðna fólkinu fyrir hé- gómaskap þess, tvískinnung og hræsni. Það væri freistandi að nefna mörg dæmi um skarplegar athuganir barnanna á full- orðna fólkinu, svo og framtíðarhorfum þeirra sjálfra. Ég vil ráða fullorðnu fólki til að lesa þessa bók. Auk þess sýnist mér, að hún gæti verið tilvalin lestrarbók í barnaskólum. Loks hafa Heimili og skóla borizt tvær nýjar bækur frá Bókaútgáfu Æskunnar. Eru bækurnar þessar: Geira glókollur í Reykjavik, eftir Margréti Jónsdóttur skáldkonu. Þetta er síðari hluti þessarar skemmtilegu telpnabókar. Fyrri hlutinn kom í fyrra. En Geira glókollur er telpa, sem elzt upp í sveit um síðustu alda- mót, og er þvi forvitnilegt söguefni fyrir nú- tímatelpur. Sagan lýsir vel baráttu hennar og móður hennar til að koma henni til mennt- unar og þroska. Nú er eftir að vita, hvernig Geiru vegnar í Reykjavík. Didda dýralœknir, eftir Gunnvor Fossum, nefnist hin bókin, og hefur Sigurður Gunn- arsson, skólastjóri á Húsavík, þýtt hana. Bækur eftir þennan höfund hafa náð vin- sældum hér á landi, en þetta mun vera ein skemmtilegasta bók þessa höfundar, sem er mjög vel þekktur í Noregi. Enn sem fyrr er óhætt að mæla með út- gáfubókum Æskunnar. H. J. M.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.