Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 13

Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 13
HEIMILI OG SKÓLI 125 f „PaS er þó dásamlegt að íi/a | „Hver er heitasta ósk yðar?“ spurði blaðamaður mann einn í flóttamanna- búðum. „Að eiga lykil," svaraði flótta- maðurinn, „lykil að dyrum, sem ég mætti kalla mínar dyr, og innan við þær dyr gæti ég átt heimili fyrir mig og mína." Árið 1959 er svonefnt flóttamannaár. Er þá ætlunin að gera stærra átak til að vinna fyrir flóttamenn heimsins í Þýzkalandi, Austurríki, ítaliu, Grikk- landi og víðar en nokkru sinni áður. í ár er spurt: Hvað getum við gert til að bjarga öllum þessum milljónum frá hörmungum og neyð, sem nú lifa í flóttamannabúðum og eiga ekkert heimili og ekkert föðurland? Og hér kemur saga um gamlan flóttamann. Fröken Levinía var flótta- kona, sem hafði lent til Rómaborgar. Hún var 83 ára gömul, þegar þessi saga gerist. En hún vildi heldur bjarga ætti enn miklu hlutverki ólokið. Politiken segir t. d.: „Þrátt fyrir allar kappræður um skólann, framtíð hans og einstaka tæknilega smámuni, missti frú Nörvig þó aldrei sjónar á hinu eina nauðsynlega — barninu sjálfu, sem skólinn er til fyrir.“ — Fyrirsögn greinarinnar er: Hinn sanni vinur barnanna. í þessum dúr skrifa öll hin blöðin. Frú Nörvig kom til íslands fyrir skömmu á vegum kennarasamtakanna og flutti tvo 'fyrirlestra á uppeldis- málaþinginu, sem vöktu mikla at- hygli. H. J. M. sér sjálf en setjast að í einhverri þeirri stofnun, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa komið upp fyrir gamalt flótta- fólk. Fjöldinn allur af þessu gamla fólki, sem mikið hafði liðið og hafði misst allt — lífsþrótt og lífsvilja, hafði leit- að á náðir þessara stofnana, en fröken Levinía vildi helzt bjarga sér sjálf. Hún fór á fætur klukkan sjö á hverjum morgni og staulaðist niður stigann, en hún bjó í litlu kvisther- bergi á fimmtu hæð, ásamt annarri gamalli konu. Svo ók hún með troðfullum spor- vagni inn í borgina, þar sem hún gekk á milli nemenda sinna í 5 eða 6 hús og kenndi þeim ensku og frönsku. Morgunverð sinn — eitt mjólkur- glas — fékk hún sér í kaffistofu á leið- inni, og þegar hún kom heim á kvöld- in. borðaði hún fátæklegan kvöldverð. Tvisvar í viku fór hún í bókasafnið, því að hún var sólgin í að lesa bækur, bæði fagurfræðilegar bókmenntir, einnig greinar um listir og stjórnmál. Hinu litla herbergi sínu hélt hún hreinu og þokkalegu, en peningar hennar hrukku aðeins fyrir fæði og naumlega það. Ef svo færi, að hún missti kennsluna, af einhverjum ástæðum, var ekki um annað að gera, til að halda jafnvægi á tekjum og gjöldum, en að borða minna. Og hinn magri og granni líkami hennar bar þess vott, að hún hafði oft orðið að grípa til þess ráðs.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.