Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 14

Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 14
126 HEIMILI OG SKÓLI Veturinn 1956 var harður í Róm. Eitt sinn snjóaði svo mikið, að öll um- ferð stöðvaðist í tvo daga. Og það var ógjörningur fyrir gömlu konuna að komast leiðar sinnar. Nemendur hennar veiktust og kennslustundirnar féllu niður. Þá var ekki annað ráð en að liggja í rúminu og neita sér um mat. Nú þegar hún lá í rúmi sínu og starði upp í loftið, fór hún að liugsa um með hverjum hætti hún ætti að fá hjálp. Hún hafði sjálf reynt að hjálpa mörgum. En þeir voru nú annað hvort fluttir til annarra landa, eða þeir voru ekkert betur settir en hún. Hún liafði heyrt, að flóttamannahjálp Samein- uðu þjóðanna hefði skrifstofu í Róm, og hjálpaði mörgum með því að veita þeim smá lán, svo að þeir gætu bjarg- að sér og losnað við flóttamannabúð- irnar. Þetta væri reynandi fyrir hana. Einni viku síðar stóð hún framan við afgreiðsluborð skrifstofunnar. Skrifstofustjórinn tók á móti henni. Við hlið hans sat hraðritari hans. „Hvað get ég gert fyrir yður?“ spurði hann. ,Ja, þannig er mál með vexti,“ sagði fröken Levinía, „að ég kenni ensku og frönsku, en ég gæti kennt meira, ef ég hefði aðstöðu til að kenna heima hjá mér. Ef ég gæti fengið smá- lán myndi ég taka á leigu tveggja her- bergja íbúð. Annað herbergið myndi ég svo nota fyrir kennslustofu. Þá þyrfti ég ekki að eyða svona miklum tíma í göngu á milli nemenda minna.“ „Hve gamlar eruð þér?“ „83 ára, en ég get unnið í mörg ár enn.“ Skrifstofustjórinn horfði hugsandi á gömlu konuna. „Við getum kannski hjálpað yður á annan hátt,“ sagði hann. „Við gæt- um látið yður fá ofurlítinn lífeyri mánaðarlega.“ Frk. Levinía laut höfði þungt hugsi. Eftir nokkra stund leit hún upp og hristi höfuðið. „Ég held 'að ég reyni heldur fið bjarga mér sjálf. Ég kom hingað til að fá lán, en ekki sem beiningakona.“ „Þér hugsið nú samt um þetta og lítið kannski inn til okkar seinna,“ sagði skrifstofustjórinn um leið og hann fylgdi gömlu konunni til dyra. Þrem mánuðum seinna kom gömul og mjög ellihrum kona á skrifstofu flóttamannahjálparinnar. „Mig langar til að fá að tala við ykkur um fröken Leviníu,“ sagði gamla konan. „Ég er með henni í her- bergi, og ég er orðin dálítið hrædd um hana. Hún borðar nálega ekki neitt, og hún megrast stöðugt og missir mátt.“ „Ég skal heimsækja hana seinna í dag,“ sagði ritarinn, sem var ung stúlka. Seinna um daginn, þegar hún klifr- aði upp hina mörgu stiga í húsi því, sem frk. Levinía bjó í, hafði hún gert sér ljóst, hvað hún ætlaði að segja við gömlu konuna. „Frk. Levinía," sagði hún, þegar hún var komin inn í herbergið. „Okk- ur hefur dottið í liug að vita, hvort þér gætuð ekki þýtt nokkrar skýrslur fyrir okkur á ensku, en skýrslurnar eru á ítölsku. Við höfum verið að leita eftir einhverjum, sem gæti gert okkur þennan greiða, en ekki tekizt að finna

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.