Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 23

Heimili og skóli - 01.12.1959, Blaðsíða 23
HEIMILI OG SKÓLI 135 Bækur og rit send Heimili og skóla Heimili og skóla hefur borizt flokkur smá- rita, sem nefnist einu nafni Socialdeparte- mentets smáskrift. Þetta eru alls sjö rit. Að ritum þessum stendur Norsk samband for smábarneopfostring, en útgefandi er félags- málaráðuneytið. Fyrsta ritið í þessum flokki er eftir uppeldisfræðinginn Ase Gruda Skard og heitir Hva kan vi vente af barn pa olika alderstrinl Þetta rit hefur verið að koma út í styttri þýðingu í Heimili og skóla, og verður ekki meira fjölyrt um það. Hvem skal ta seg af barnaf nefnist 2. heft- ið og fjallar um dagheimili, barnagarða og fleiri slíkar stofnanir. Rætt er um þörfina á þessum stofnunum í nútímaþjóðfélögum og gefnar greinargóðar upplýsingar um rekstur þeirra. Einnig birtar teikningar af hentugu húsnæði. Disiplin i heimen nefnist 3. ritið og er einn- ig eftir Ase Gruda Skard. Nefna mætti nokkra kafla í riti þessu, svo sem: Hvað er agi? Hvað er átt við með aga á vorum dögum? Ólík aga- form. Hvers vegna erum við í vafa um aga- venjur? Hvaða áhrif hafa hinar ýmsu aga- venjur á persónuleika barnanna? Agi og þjóð- félagsaðstæður. Takmark og leiðir f barna- uppeldi. — Hér hafa aðeins verið nefndar nokkrar fyrirsagnir kaflanna, en þær gefa þó nokkra hugmynd um efnið. Det angár oss alle nefnist fjórða ritið. Rit þetta er eftir Lucien Bovet, en þýtt á norsku af Dr. Johan Lofthus yfirlækni og Káre Bö- dal sálfræðingi. Þetta rit fjallar um afbrota- æskuna. Aðalkaflarnir eru þessir: Hvað er af- brotaæska? Orsakir æskuafbrota. Varnir gegn afbrotum æskunnar. Meðferð ungra afbrota- manna. — Hér er bent á helztu ástæður fyrir því, að börn og unglingar gerast afbrota- menn, og kemur þar margt athyglisvert fram. Barnehjem — hjem for barn heitir fimmta ritið og er eftir Cecilie og John Murphy. Eins og nafnið bendir til, fjallar þetta rit um heimili, foreldra eða fósturforeldra, og er hér komið að viðkvæmu máli. Aðalkaflarnir í þessu hefti nefnast: Hvar geta börn alizt upp, sem ekki eiga sjálf neitt heimili? Lítil eða stór barnaheimili. Litlu barnaheimilin. Dag- legt líf í barnaheimilum. Helztu tæki. Aðrar mikilvægar þarfir. Nokkrar mikilvægar leið- beiningar. Starfsliðið o. fl. Einnig þetta er merkilegt rit, sem vert er að kynna sér. Barn med talevanske eftir Solveig Pahle nefnist 6. ritið. Eins og nafnið bendir til, fjallar þetta rit um börn, sem hafa málgalla ýmiss konar. Nefna má þessa kafla í heftinu: Eðlilegur málþroski barnsins. Seinfær mál- þroski. Heyrnardeyfa. Stam. Holgóma börn. Börn með málgalla og staða þeirra í fjöl- skyldunni og samfélaginu. Börn með málgalla eiga bágt. — í riti þessu er bent á ýmislegt, sem hægt er að gera, til að létta börnunum þessa byrði. Adopsjon eftir Cato Hambro er 7. ritið í þessum smáritaflokki. Eins og nafnið bendir til er hér fjallað um viðkvæmt mál, sem sé það, þegar öll bönd eru slitin á milli barna og hinna eiginlegu foreldra, og barnið verð- ur fósturbarn eða kjörbarn nýrra „foreldra". Nefna má þessa kafla í ritinu: Hvað er ætt- leiðing? Hvar geta foreldralaus börn alizt upp? Á ógift móðir að gefa barnið sitt? Fóst- urheimili og fósturforeldrar. Fósturbarnið eða kjörbarnið. Á barnið að fá að vita, að það er aðeins fóstur- eða kjörbarn? Oll eru þessi smárit hin merkilegustu, og væri mikill vinningur að því að fá þau gefin út á íslenzku. Sum þeirra eru prýdd myndum, bæði teiknimyndum og ljósmyndum. Ut er komin ný vinnubók eftir Jón Þórðar- son, kennara í Reykjavík, og mun tvímæla- laust vera hin vandaðasta bók sinnar tegund- ar, sem út hefur komið hér á landi. Hér er um að ræða tvö hefti: ísland, 1 a, og ísland og Færeyjar, 1 b. Kápur eru litprentaðar. Einnig eru í heftunum margar litprentaðar myndir og landakort. Allur frágangur heftanna er mjög smekklegur. Guðmundur í. Guðjónsson hefur skrifað textann af sinni alkunnu smekk- vísi. Bækur þessar skiptast að vonum í marga kafla og flytja óhemjumikinn fróðleik um land og þjóð, sem ætlazt er til að nemendur noti sem heimildir í sínar eigin vinnubækur, að miklu eða litlu leyti. Það mætti nefna þessa kafla: Myndun ís-

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.